Glímir þú við frjósemisvanda?

Glímir þú við frjósemisvanda?
Glímir þú við frjósemisvanda? Ljósmynd/Unsplash/Sage Friedman

Sigurbirna Hafliðadóttir meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík leitar að konum á aldrinum 18 til 45 ára sem glíma við frjósemisvanda og telja sig einnig glíma við einkenni kvíða, þunglyndis og/eða streitu.

Í rannsókninni verða áhrif hugrænnar atferlismeðferðar (HAM), sem veitt er í gegnum internetið, á kvíða, stritu og/eða þunglyndi könnuð hjá konum með frjósemisvanda. Hugræn atferlismeðferð er mikið notað meðferðarform sem einblínir á að vinna með hugsanir, tilfinningar og hegðun einstaklingsins. 

Allir þátttakendur fá frían aðgang að netmeðferðinni Overcome Fertility Stress sem gefin er út af fyrirtækinu AICBT sem er í eigu Fjólu Dögg Helgadóttur, doktor í klínískri sálfræði sem hefur hannað forritið frá árinu 2013. Fjóla Dögg er jafnframt ábyrgðarmaður rannsóknarinnar.

Áhugasamir geta lesið meira um rannsóknina og sótt um að taka þátt hér

Sigurbirna Hafliðadóttir er meistaranemi í klínískri sálfræði.
Sigurbirna Hafliðadóttir er meistaranemi í klínískri sálfræði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert