Belle de Jour kastar grímunni

Billie Piper í hlutverki Belle de Jour í sjónvarpsþáttunum um …
Billie Piper í hlutverki Belle de Jour í sjónvarpsþáttunum um vændiskonuna.

Bresk fyrrum vændiskona, sem hefur vakið mikla athygli með æviminningum sínum, hefur nú stigið fram en hún skrifaði bók undir nafninu Belle de Jour. Eftir bókinni, sem kom út hér á landi árið 2007, voru gerðir sjónvarpsþættir, sem einnig hafa verið sýndir hér.

Fram kemur á fréttavef BBC, að höfundur bókarinnar heitir Brooke Magnanti  og er barnalæknir. Hún sagði í viðtali við Sunday Times um helgina, að hún hefði stundað símavændi til að afla tekna á meðan hún var að vinna að doktorsritgerð sinni. 

Magnanti, sem er 34 ára, segist hafa ákveðið að koma fram í viðtali vegna þess að álagið hafi verið orðið óbærilegt. Áhugi á að vita hver leyndist undir höfundarnafninu Belle de Jour hafi aukist til muna eftir að byrjað var að sýna sjónvarpsþættina eftir bókinni og segist Magnanti hafa óttast, að fyrrum kærasti hennar myndi ljóstra upp leyndarmálinu. 

Magnanti býr í Bristol og starfar á rannsóknastofnun læknadeildar háskólans þar. Hún segist hafa ákveðið að leggja stund á vændi vegna þess að hún þurfti að finna starf þar sem hún hefði nægan tíma til að ljúka námi sínu.

Hún hélt því leyndu hver hún raunverulega væri þegar hún hóf að blogga um lífsreynslu sína og skrifaði síðar bók, byggða á blogginu. Hún starfaði sem vændiskona á árunum 2003 og 2004 og sagði það starf hafa verið mun ánægjulegra en að vinna við tölvuforritun.   

BBC hefur eftir talsmanni háskólans í Bristol, að fortíð Magnanti skipti engu máli í núverandi starfi hennar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson