Breyttu dánarvottorði Natalie Wood

Bandaríska kvikmyndaleikkonan Natalie Wood.
Bandaríska kvikmyndaleikkonan Natalie Wood.

Búið er að breyta dánarvottorði leikkonunnar Natalie Wood á þann veg að við „dánarorsök“ stendur ekki lengur „drukknun“ heldur „drukknun og aðrir þættir“. Þá kemur nú einnig fram á dánarvottorðinu að ekki sé „fyllilega ljóst“ hvað varð til þess að hún endaði í vatninu og drukknaði.

Leikkonan drukknaði í nóvember árið 1981 er hún var í bátsferð ásamt eiginmanninum og sjónvarpsstjörnunni Robert Wagner og leikaranum Christopher Walken. Á síðasta ári hóf lögreglan að rannsaka málið að nýju eftir að hafa fengið nýjar vísbendingar.

AP fréttastofan hefur dánarvottorðið undir höndum og segir að vottorðinu hafi verið breytt fyrr í þessum mánuði.

Sá sem fer fyrir rannsókn andlátsins segir að dánardómsstjóri hafi tekið þá ákvörðun að breyta vottorðinu. Hann segir að enn sé unnið að rannsókn málsins.

Á sínum tíma kom fram að Wood hafi verið á skemmta sér nóttina áður en hún lést. Hún hafi neytt áfengis og husganlega runnið til í snekkjunni, dottið útbyrðis og drukknað.

Í fyrra fékk lögreglan svo vísbendingar frá manni er tengdust andláti Woods. Aðeins skömmu áður hafði skipstjóri snekkjunnar viðurkennt að hafa logið að lögreglu við yfirheyrslur og sagði frá því að Wood og Wagner hefðu rifist og að það hafi leitt til dauða hennar. Wagner hefur aldrei falið það að rifrildi átti sér stað en hann hefur aldrei verið handtekinn grunaður um að hafa átt þátt í dauða hennar.

Lík Wood fannst fljótandi við strönd Kaliforníu. Hún var klædd í náttkjól, sokka og jakka. Krufning leiddi í ljós að líkið var marið, m.a. á handleggjum og í andliti.

Fjölskylda eiginmannsins fagnar því að rannsókn sé hafin á málinu að nýju.

Wood var barnastjarna í Hollywood og lék m.a. í Miracle on 34th Street. Hún fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sín í myndunum Rebel Without a Cause, Splendor in the Grass og Love with the Proper Stranger.

Hún var 43 ára er hún lést.

Natalie Wood.
Natalie Wood.
Robert Wagner í hlutverki sínu í Austin Powers.
Robert Wagner í hlutverki sínu í Austin Powers. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson