Mel B fer í meðferð

Mel B mun fara í meðferð í Bretlandi.
Mel B mun fara í meðferð í Bretlandi. AFP

Tónlistarkonan og fyrrverandi Kryddpían, Melanie Brown, betur þekkt sem Mel B staðfesti í gær að hún er að fara í meðferð. Hún mun fara í áfengismeðferð ásamt því að sækja sér aðstoð vegna kynlífsfíknar og áfallastreituröskunar. 

Hún sagði í viðtali við The Sun að síðustu sex mánuðir hafi verið henni mjög erfiðir og hún hafi því loksins ákveðið að leita sér aðstoðar. Hún segist hafa notað áfengi til að hylma yfir vanlíðan sína. 

„Ég hef ákveðið að fara í almennilega meðferð á næstum vikum, en það verður að vera í Bretlandi, því ég er mjög mjög bresk og veit að það mun virka best fyrir mig,“ segir Mel B. 

„Ég á enn þá í erfiðleikum með þetta allt, en ef ég get varpað ljósi á sársaukann, áfallastreituröskunina og hlutina sem menn og konur gera til fela það, þá mun ég gera það. Ég er að tala um þetta því þetta er stórt vandamál fyrir fjölda fólks,“ segir tónlistarkonan. 

Mel B skildi nýverið við Stephen Belafonte, en þau voru gift frá 2007 til 2017. Ástæðurnar fyrir skilnaðinum eru meðal annars að hann beitti hana líkamlegu og andlegu ofbeldi á meðan þau voru gift. Hún hefur komið illa út úr skilnaðinum fjárhagslega séð einnig. 

Hún hefur því ákveðið að leita sér aðstoðar til að komast á beinu brautina, fyrir sig og börnin sín. Hún á þrjú börn, Phoenix 17 ára, sem hún á með Jimmy Gulzar, fyrrverandi eiginmanni sínum, Angel, 11 ára sem hún á með leikaranum Eddie Murphy og Madison sem hún á með Belafonte.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson