Gonzales hlaut Gullna lundann

Úr verðlaunamyndinni Knife + Heart.
Úr verðlaunamyndinni Knife + Heart.

Yann Gonzalez bar sigur úr býtum í aðalkeppni alþjóðlegu RIFF-kvikmyndahátíðarinnar, Vitranir, fyrir myndina Knife + Heart, eða Hnífur í hjarta. Að launum hlaut Gonzalez aðalverðlaunin, Gullna lundann.

Verðlaunin voru afhent af Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í kvöld í Hvalasafninu. Sérstök verðlaun dómnefndar fékk Styx í leikstjórn Wolfgang Fischer, að því er kemur fram í tilkynningu.

Dómnefndin sem valdi Hnífur í hjarta sem bestu mynd hátíðarinnar minnist á að Gonzalez hafi mikið sjálfstraust og beiti miklum húmor í frásögn sinni meðfram spennandi ástarsögu. Myndin sé skemmtileg og safarík upplifun fyrir öll skynfæri.

Í aðaldómnefnd hátíðarinnar voru Shailene Woodley, leikkona og framleiðandi, Anne Hubbel, framleiðandi og stofnandi Tangerine Entertainment, og Michael Stutz, framleiðandi og dagskrárstjóri á Berlinale.

Konchalovsky hlaut Gullna eggið

Í flokknum A Different Tomorrow fékk myndin América eftir Erick Stoll og Chase Whiteside verðlaunin. Verðlaunin Gullna eggið hlaut Nathalia Konchalovsky fyrir stuttmynd sína Vesna en stuttmyndin Black line eftir Mark Olexa og Francesca Scalisi fékk sérstök verðlaun dómnefndar.

Verðlaunin fyrir bestu íslensku stuttmyndina fékk Maddie O´Hara, Jack Bushell & Alex Herz fyrir myndina Jörmundur.

Verðlaunamyndirnar verða allar sýndar á morgun, sunnudaginn 7. október, í Bíó Paradís.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir