Langaði til að drepa svartan mann

Liam Neeson.
Liam Neeson. AFP

Liam Neeson er nú gagnrýndur fyrir kynþáttaformdóma eftir að hann greindi frá því í viðtali við Independent að hann hefði eitt sinn fundið fyrir löngun til að drepa svarta manneskju eftir að hann frétti af nauðgun sem vinkona hans varð fyrir.

Neeson var að ræða reiði í tengslum við kvikmynd sem hann leikur í. Sagði hann eitthvað frumstætt við reiðina og sagði blaðamann Independent sanna sögu. Þegar hann kom heim til sín eftir ferðalag frétt hann af nauðguninni. 

„Ég spurði hvort hún vissi hver hann væri. Nei. Hvernig var hann á litinn? Hún sagði að þetta hefði verið svört manneskja,“ segir Neeson um það þegar hann fékk fyrst fréttirnar. 

Neeson segist skammast sín fyrir hugsanir sínar og aldrei hafa viðurkennt þetta áður.

Hann segist hafa gengið um vopnaður í viku og vonast til þess að einhver svartur drullusokkur kæmi út af bar og abbaðist upp á hann þannig að hann fengi tækifæri til að drepa hann. 

Þrátt fyrir að Neeson segist nú skammast sín fyrir hugsanir sínar hafa ummæli hans verið harðlega gagnrýnd. Það sé sérstaklega sorglegt að leikarinn hafi ætlað að hefna sín á broti annars manns bara vegna þess að hann væri svartur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson