Bang Gang frumsýnir nýtt myndband

Myndbandið er við lagið Follow, sem er orðið 15 ára …
Myndbandið er við lagið Follow, sem er orðið 15 ára gamalt, en þrátt fyrir að það hafi meðal annars verið notað í The O.C. og nokkrum kvikmyndum var aldrei gert myndband, fyrr en nú. Skjáskot

Nýtt myndband við 15 ára gamalt lag hljómsveitarinnar Bang Gang, lagið Follow, er komið út og er hér frumsýnt á vef mbl.is. Myndbandinu er leikstýrt af Uglu Hauksdóttur og er gert í tilefni af afmælisútgáfu þriggja plata Bang Bang í fyrra, en þær eru væntanlegar í vínylútgáfu á þessu ári.

Um er að ræða „klassískt aldamóta draumpop“ eins og laginu er lýst af meðlimum Bang Gang, en það hljómaði meðal annars í sjónvarpsþættinum The O.C. og nokkrum kvikmyndum, en myndband var aldrei gert við lagið.

Leikstjóri myndbandsins, Ugla Hauksdóttir, útskrifaðist frá Colombia-háskóla og var núverið valin besti kvenleikstjórinn af Directors Guild of America fyrir stuttmyndina How far she went, en Ugla hefur einnig starfað á Íslandi og leikstýrði meðal annars þáttum í Ófærð 2.

„Það var mjög sérstakt að gera tónlistarmyndbönd við lög sem komu út fyrir svona mörgum árum en á sama tíma fannst mér það virkilega spennandi. Sjálf hef ég hlustað á Bang Gang síðan bandið gaf út sitt fyrsta lag og því hafa lögin lifað með manni í langan tíma,“ segir Ugla, en Barði vildi gera myndband við eitt lag af hverri plötu og er myndbandið því hluti af þríleik þar sem ein saga er sögð í gegn um öll myndböndin.

„Fyrir mér var mikilvægt að vinna með “legasíu” bandsins og ég bjó því til ímyndaða karaktera byggða á Barða og Esther Thalíu sem kynnast fyrst sem krakkar í Follow, eru síðan ástfangnir táningar í Sacred Things og loks fullorðin í Ghost from the Past þar sem leiðir skiljast. Þetta var skemmtileg leið til að setja skálskapar-tvist á sögu bandsins og leika okkur með tímaflakk á milli þess sem plöturnar þrjár eru gefnar út.“ segir Ugla. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson