J-Lo nefbraut næstum Wu

Jennifer Lopez setur arminn yfir axlir Constance Wu.
Jennifer Lopez setur arminn yfir axlir Constance Wu. AFP

Það er töggur í leik- og söngkonunni Jennifer Lopez ef marka má frásögn hennar og mótleikkvenna hennar í myndinni Hustler. Í tökum fyrir myndina braut Lopez næstum því nef leikkonunnar Constance Wu.

Lopez sagði að Wu hefði verið hörð í horn að taka, en Lopez hefur að sjálfsögðu mikla reynslu af slagsmálum fyrir framan kvikmyndatökuvélarnar. Leikkonur myndarinnar voru samankomnar í viðtali við Acess.

„Ég vissi að Wu væri krimmi daginn sem við tókum upp atriðið þar sem ég segi henni að hætta í símanum og hún vildi ekki skella á,“ sagði Lopez. Það kom þó J-Lo á óvart að Wu lét til sín taka í slagsmálunum sem endaði með þeim afleiðingum að Lopez skellti síma í nef Wu. 

Wu maldaði í móinn og sagði þetta nú ekki hafa verið svo mikið en Lopez benti henni á að það hefði blætt úr nefi hennar. „Ég varð svo stressuð. Ég var bara „ég nefbraut hana“ og hún sagði að það væri í fínu lagi með sig. Mér líður eins og við höfum náð tengingu á þeirri stund. Ég bar virðingu fyrir þér eftir þetta. Ég hugsaði með mér: „Já, við erum að fara að gera þessa mynd,““ sagði Lopez.

Tónlistarkonan Cardi B, sem einnig leikur í myndinni, var mjög hissa á slagsmálasögu J-Lo og Wu og spurði hvort leikkonur slægjust í alvörunni við tökur á kvikmyndum. J-Lo áréttaði að svo væri ekki, en það þyrfti samt að leika áflog sannfærandi, sem endaði stundum með ofangreindum afleiðingum.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir