Franco fer með hlutverk Vanilla Ice

Dave Franco fer með hlutverk Vanilla Ice í nýrri ævisögumynd.
Dave Franco fer með hlutverk Vanilla Ice í nýrri ævisögumynd. AFP

Bandaríski leikarinn Dave Franco mun fara með hlutverk rapparans Vanilla Ice í nýrri ævisögumynd um hann sem er í bígerð. 

Ævisögumyndin mun bera titilinn To the Extreme og fjalla um uppvöxt rapparans og velgengni hans. Vanilla Ice heitir réttu nafni Robert Winkle og skaut hratt upp á stjörnuhimininn á tíunda áratug síðustu aldar. Hann gaf út slagara á borð við Ice Ice Baby.

Franco sagði í viðtali við Insider að hann hefði talað mikið í símann við Vanilla Ice síðustu vikur og mánuði og þeir rætt saman um verkefnið.

„Rob er svo góður og klár maður. Hann er búinn að hjálpa okkur mikið við að hafa allar staðreyndir réttar og hefur veitt okkur aðgang að upplýsingum sem hafa ekki komið opinberlega fram áður,“ sagði Franco.

Dave Franco er yngri bróðir leikarans James Francos. Hann fór með hlutverk í 9. seríu af þáttunum Scrubs og eftir það fékk hann stór verkefni í kvikmyndaiðnaðinum.

Vanilla Ice gerði mikla lukku á sínum tíma .
Vanilla Ice gerði mikla lukku á sínum tíma . mbl.is
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.