Larry King látinn

Larry King lést af völdum Covid-19, en hann var lagður …
Larry King lést af völdum Covid-19, en hann var lagður inn á sjúkrahús vegna sjúkdómsins fyrir áramót. Hann átti að baki áratuga starf í fjölmiðlum. AFP

Fjölmiðlamaðurinn Larry King er látinn, 87 ára að aldri. Hann lést af völdum Covid-19, en hann var fyrir áramót lagður inn á sjúkrahús með kórónuveiruna. Greint er frá þessu á twittersíðu Kings.

King á að baki 63 ára feril í fjölmiðlaheiminum og var einn þekktasti sjón­varps- og út­varps­maður heims í ára­tugi. Þekkt­ast­ur var hann fyr­ir viðtalsþætti sína Larry King Live á CNN þar sem hann fékk til sín góða og þekkta gesti; stjórn­mála­menn, popp­stjörn­ur, íþrótta­fólk og aðrar stór­stjörn­ur úr am­er­ísku þjóðlífi.

Á efri árum glímdi King svo við ýmsa kvilla, þar á meðal hafði hann fengið hjarta­áfall, lungnakrabba­mein og syk­ur­sýki.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hversdagslegar samræður geta haft mikil áhrif á þig í dag. Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að sitja á hakanum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hversdagslegar samræður geta haft mikil áhrif á þig í dag. Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að sitja á hakanum.