Með lungnakrabbamein á fjórða stigi

Dustin Diamond liggur á spítala.
Dustin Diamond liggur á spítala. Ljósmynd/Wikipedia.org

Leikarinn Dustin Diamond greindist með lungnakrabbamein á fjórða stigi. Diamond greindi frá því í síðustu viku að hann hefði verið lagður inn og seinna kom í ljós að hann væri með krabbamein. Hann var þó ekki kominn með formlega greiningu á hvernig krabbameini og á hvaða stigi. 

Um er að ræða smáfrumuþekjuvefjarkrabbamein í lungum. Meinið er illkynja og sjaldgæft en oft má rekja það til reykinga. Slíkt krabbameinsæxli er stundum hægt að fjarlægja í aðgerð séu þau nægilega lítil en oftast er notast við lyfjameðferð. 

Diamond, sem er 44 ára, er hvað þekkt­ast­ur fyr­ir að hafa farið með hlut­verk Samu­els „Screech“ Powers í Sa­ved by the Bell-þátt­un­um.

„Þetta er ekki gott, alls ekki gott. Hann mun þurfa að vera á spítalanum í einhvern tíma. Hann kemst í gegnum meðferðirnar núna. Þetta er erfitt, mjög erfitt. Hann er mjög verkjaður en er samt í góðu skapi. Núna þjáist hann mikið,“ sagði heimildamaður Us Weekly.

Us Weekly

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðvild þín er eitthvað sem vinir þínir mega ekki taka sem sjálfsagðan hlut. Láttu til þín taka í forvarnarstarfi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðvild þín er eitthvað sem vinir þínir mega ekki taka sem sjálfsagðan hlut. Láttu til þín taka í forvarnarstarfi.