Segir Kardashian ekki hafa átt frumkvæðið

Kim Kardashian og Kanye West eru að skilja.
Kim Kardashian og Kanye West eru að skilja. AFP

Tónlistarmaðurinn Kanye West er ósáttur við að eiginkona hans, raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian, sé talin vera sú sem átti frumkvæðið að skilnaði þeirra. Hann er sagður pirraður á því hvernig sagan og orðræðan hefur þróast. 

West er nýbúinn að skila inn skilnaðargögnum sínum en Kardashian sótti um skilnað frá honum í febrúar. Heimildarmaður Page Six segir West ótrúlega pirraðan á því að það sé eins og Kardashian sé að skilja við hann og kennir spunameisturum Kardashian-fjölskyldunnar um. 

„Það var reyndar hann sem var búinn að segja í ár að þau ættu ekkert sameiginlegt nema börnin og hann vildi út,“ sagði heimildarmaðurinn. Hann bætti við að Kardashian hefði verið sú sem vildi reyna að bjarga hjónabandinu. West á að hafa leyft Kardashian að sækja fyrst um til þess að halda virðingu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðgerðir sem þú ákveður á heimilinu munu endast lengi og reynast vel þess virði, þegar upp er staðið. Eitthvað ergelsli er í ungviðinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðgerðir sem þú ákveður á heimilinu munu endast lengi og reynast vel þess virði, þegar upp er staðið. Eitthvað ergelsli er í ungviðinu.