Missti meydóminn 35 ára gömul

Rebel Wilson.
Rebel Wilson. AFP

Ástralska leikkonan Rebel Wilson segir af hreinskilni frá lífi sínu, uppvexti, frægð, frama og fyrstu kynlífsreynslu í glænýrri bók, titluð Rebel Rising. Leikkonan, sem er einna þekktust fyrir hlutverk sín í gamanmyndum á borð við Pitch Perfect og Bridesmaids, fjallar meðal annars um að hafa misst meydóminn 35 ára að aldri. 

Wilson, sem er í dag 44 ára gömul, vonast til að frásögn hennar hafi jákvæð áhrif á æskulýð heimsins og einnig þá sem eru í svipuðum sporum eða hafa svipaða reynslu að baki. „Það þurfa ekki allir að missa mey- og sveindóminn á unglingsárunum,“ sagði Wilson í viðtali við bandaríska tímaritið People

Leikkonan viðurkennir að hafa forðast umræðuefnið eins og heitan eldinn á unglingsárum, en hún segist hafa fundið fyrir skömm í dágóðan tíma. Wilson er nú tilbúin að skila skömminni, enda segir hún þetta ekkert til að skammast sín fyrir. 

„Það er í góðu lagi að bíða,“ útskýrði hún. „Ég er ekki að ráðleggja fólki að bíða fram á fertugsaldurinn eins og ég, en það á enginn að láta pressa sig til þess að gera það, sama á hvaða aldri þú ert,“ sagði Wilson. „Ákvörðunin er þín.“

Wilson kom út úr skápnum árið 2022 og er í dag trúlofuð Ramonu Agruma. Unnusturnar eiga rúmlega eins árs gamla dóttur, Royce Lillian.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir