Samuel E. Wright er látinn

Samuel E. Wright er látinn.
Samuel E. Wright er látinn. Ljósmynd/IMDb

Leikarinn Samuel E. Wright er látinn 74 ára að aldri. Leikarinn léði krabbanum Sebastían í teiknimyndinni Litlu hafmeyjunni rödd sína. Hann lék einnig Múfasa í fyrstu uppfærslu Broadway af Konungi ljónanna. 

Hann lést á heimili sínu í Walden í New York mánudaginn 24. maí eftir baráttu við krabbamein í blöðruhálskirtli.

Minning hans hefur verið heiðruð víða um Bandaríkin, meðal annars á stóru skilti fyrir utan Broadway leikhúsið í New York. 

Wright fæddist í Camden í Suður Karólínu árið 1946. Hann lætur eftir sig eiginkonuna Amöndu Wright og þrjú börn, Keely, Dee og Sam.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir