Ber ekki saman um árangur Diljár

Spám ber ekki saman um hvort Diljá Pétursdóttir komist áfram …
Spám ber ekki saman um hvort Diljá Pétursdóttir komist áfram í úrslit Eurovision. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðbönkum fyrir Eurovision ber ekki saman um hvort Ísland komist áfram á úrslitakvöld Eurovision-söngvakeppninnar eða ekki. Þegar spá fyrir heildarkeppnina er skoðuð er fulltrúi okkar, Diljá Pétursdóttir, í 22. sæti, sem þýðir að hún myndi komast áfram. Í dag eru 49 dagar í að Eurovision-veislan hefjist.

Þegar veðbankinn er hins vegar skoðaður fyrir seinna undanúrslitakvöldið þá kemst Ísland ekki áfram. Þegar líkurnar eru skoðaðar eru um helmingslíkur að Diljá komist áfram. 

Eurovision World tekur saman spár helstu veðbanka og reiknar saman líkurnar.

Fyrir ofan Ísland í spá veðbanka fyrir undanúrslitakvöldið eru til dæmis Danir og Belgar, en Danir eru í 30. sæti í heildarspánni og Belgar í 32. sæti. 

Svona lítur spáin út fyrir seinna undanúrslitakvöldið sem fer fram …
Svona lítur spáin út fyrir seinna undanúrslitakvöldið sem fer fram 11. maí næstkomandi. Skjáskot/Eurovision World

Finnar og Svíar jafnir

Þegar samanreiknuð spá veðbanka er skoðuð fyrir fyrra undankvöldið má sjá að Finnar og Svíar deila þar fyrsta sætinu. Norðmenn eru líka svo gott sem komnir með farmiða á úrslitakvöldið, en þeir eru í 3. sæti með 93% líkur á að komast áfram. 

Í heildarspánni er Svíþjóð spáð sigri með miklum yfirburðum. Þar eru þeir með 39% sigurlíkur. Finnum er spáð öðru sæti og eru með 15% líkur á finnskum sigri. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það ríður á miklu að þú missir ekki sjálfstjórnina, þótt þér líki ekki allt, sem upp á kemur. Láttu aðra um að finna lausn á sínum málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það ríður á miklu að þú missir ekki sjálfstjórnina, þótt þér líki ekki allt, sem upp á kemur. Láttu aðra um að finna lausn á sínum málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir