„Það er erfitt að segja til um af hverju ég var valin“

Ragna Björg hefur í nægu að snúast í Malmö.
Ragna Björg hefur í nægu að snúast í Malmö. Samsett mynd

Forsetaframboð Baldurs Þórhallssonar hristi aðeins upp í íslenska Eurovision-hópnum. Betri helmingur Baldurs, fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson, sem hefur spilað lykilhlutverk undanfarin ár sem fararstjóri íslenska hópsins, sinnir öðru verkefni um þessar mundir og stendur þétt við bakið á eiginmanni sínum í forsetaslagnum. Rúnar Freyr Gíslason, sem starfað hefur sem fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins, tæklar nú hlutverk Felix.

Nokkur ný andlit eru í íslenska hópnum en þeirra á meðal er Ragna Björg Ársælsdóttir, verkefnastjóri, söngkona og hjúkrunarfræðingur. Hún tók við hlutverki fjölmiðlafulltrúa.

Ragna Björg hefur í nægu að snúast þessa dagana en ásamt því að sinna samskiptum við fjölmiðla þá er hún einnig bakraddasöngvari í atriði Heru Bjarkar Þórhallsdóttur og stígur á svið ásamt söngkonunni á fyrra undanúrslitakvöldinu, þriðjudaginn 7. maí.

Blaðamaður mbl.is náði sambandi við Rögnu Björgu í Malmö og forvitnaðist aðeins um nýja hlutverkið og stemninguna í íslenska hópnum.

„Ég þekki Eurovision-ferlið“

„Það er erfitt að segja til um af hverju ég var valin til að sinna stöðu fjölmiðlafulltrúa. Rúnar Freyr boðaði mig í viðtal, stuttu síðar var ég ráðin. Ég er vel kunnug söngvakeppninni og þekki Eurovision-ferlið eins og lófann á mér,“ útskýrir Ragna Björg. „Ég er verkefnastjóri í grunninn og vissi að ég gæti vel tæklað þetta verkefni.“

Ragna Björg er eini fjölmiðlafulltrúinn á svæðinu sem sinnir tveimur ólíkum en álíka mikilvægum hlutverkum. 

„Ég er bakrödd í íslenska atriðinu. Ég starfa sem söngkona í hjáverkum og hef fimm sinnum sungið bakraddir hjá þátttakendum í Söngvakeppni sjónvarpsins,“ segir hún, en Ragna Björg er ekki skráð sem bakraddasöngvari hjá íslenska hópnum þar sem aðstandendur mega aðeins bera einn starfstitil. 

Hvernig er stemningin? 

„Bara eins og við bjuggumst við. Það eru allir á fullu að undirbúa sig og kynnast. Hér ríkir góð stemning.“

Er einhver kvíði fyrir stóra kvöldinu?

„Nei, alls ekki. Það er enginn kvíði, bara spenna og eftirvænting. Við erum öll þrælvön. Það er mjög gaman að vera mætt á Ólympíuleika tónlistarmanna. Þetta er okkar Wembley.“

View this post on Instagram

A post shared by Ragna Björg (@ragnab)

View this post on Instagram

A post shared by Ragna Björg (@ragnab)




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg