Talaði við Perry um morguninn áður en hann dó

Friends-stjörnurnar Lisa Kudrow, Jennifer Aniston, Matthew Perry og Courtney Cox …
Friends-stjörnurnar Lisa Kudrow, Jennifer Aniston, Matthew Perry og Courtney Cox árið 1996. AFP

Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston, sem fór með hlutverk Rachel Green í gamanþáttunum Friends, segist hafa talað við mótleikarann Matthew Perry um morguninn áður en hann dó. Perry fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles 28. október síðastliðinn, en hann var 54 ára að aldri. 

Aniston lýsti síðustu samskiptum sínum við Perry í viðtali við Variety. „Hann var ánægður. Hann var heilsuhraustur. Hann var hættur að reykja. Hann var að koma sér í gott form. Hann var ánægður – það er allt sem ég veit,“ sagði hún. 

„Ég var bókstaflega að senda honum skilaboð um morguninn, fyndni Matty. Hann var ekki sárþjáður. Hann var ekki að berjast. Hann var glaður,“ bætti hún við og sagðist sakna hans sárt.

Tók fregnum af andlátinu afar illa

Fráfall Perrys hefur reynst Aniston erfitt og í fyrstu höfðu vinir hennar verulegar áhyggjur af henni. 

„Aniston á í mestum erfiðleikum. Þetta er annað áfallið sem dynur á henni á stuttum tíma, en það styttist í eins árs dánarafmæli föður hennar. Hún er enn að vinna sig í gegnum þennan mikla sársauka og missi,“ sögðu heimildarmenn Page Six eftir jarðaför Perrys.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson