Fyrrverandi barnastjarna dvelur á geðsjúkrahúsi

Margir muna án efa eftir Lloyd úr The Phantom Menace …
Margir muna án efa eftir Lloyd úr The Phantom Menace en hann fór einnig með hlutverk sonar Arnold Schwarzenegger í jólamyndinni Jingle All The Way. Samsett mynd

Fyrrverandi barnastjarnan Jake Lloyd, sem fór meðal annars með hlutverk ungs Anakin Skywalker í kvikmyndinni Star Wars: Episode I - The Phantom Menace, er vistaður á geðsjúkrahúsi. Lloyd sem glímir meðal annars við geðklofa hefur dvalið á geðsjúkrahúsi síðastliðna tíu mánuði eftir röð óhugnanlegra atvika. 

Í viðtali sem birtist í Scripps News á mánudag ræddi móðir Lloyd, Lisa Lloyd, um stormasama baráttu sonar síns við alvarlega geðsjúkdóma. Segir hún vandamálin hafa byrjað á menntaskólaárunum og aukist mikið í seinni tíð. Lloyd upplifði meðal annars ofskynjanir og ranghugmyndir. Árið 2015 var hann handtekinn vegna ofsaaksturs og andfélagslegrar hegðunar. 

Upplifði alvarlegt geðrof

Hin 35 ára gamla fyrrverandi barnastjarna upplifði alvarlegt geðrof, ástand þar sem einstaklingur missir tengsl við raunveruleikann, í mars á síðasta ári. Þá stöðvaði Lloyd bifreið sína á þriggja akreina hraðbraut. Kalla þurfti til lögreglu og var hann þegar færður á geðdeild. Lloyd var í kjölfarið dæmdur til að sæta 18 mánaða vistun á geðsjúkrahúsi.  

Endurhæfing gengur vel að sögn móður Lloyd og er fjölskylda hans bjartsýnni en oft áður. Lloyd mun dvelja á geðsjúkrahúsinu næstu átta mánuðina. 

Star Wars: Episode I - The Phantom Menace fagnar 25 ára útgáfuafmæli sínu í ár og verður afmælinu fagnað þann 4. maí næstkomandi. Lloyd verður fjarri góðu gamni en er að sögn móður sinnar mikill aðdáandi kvikmyndaseríunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir