Vampíra sigraði í Músíktilraununum

Hljómsveitin Vampíra.
Hljómsveitin Vampíra. Ljósmynd/Aðsend

Hljómsveitin Vampíra stóð uppi sem sigurvegari Músíktilrauna í ár. Annað sætið hreppti Eló og þriðja sætið hlaut Chögma. 

Eló hreppti annað sætið.
Eló hreppti annað sætið. Ljósmynd/Aðsend

Í almennri símakosningu tók hljómsveitin Frýs titilinn Hljómsveit fólksins. Glæsileg verðlaun voru veitt, hljóðverstímar, úttektir í hljóðfæra- og tónlistarverslunum, styrkir úr Minningarsjóði Péturs W. Kristjánssonar og frá FTT, spilamennska á tónlistarhátíðum og sigurvegararnir munu fljúga á vit ævintýranna með Icelandair, segir í tilkynningu. 

Þriðja sætið hlaut Chögma.
Þriðja sætið hlaut Chögma. Ljósmynd/Aðsend

Alls tóku 43 tónlistaratriði tók þátt í tilraununum í ár.

„Undankvöldin voru fjögur í Hörpu þar sem áhorfendur hlustuðu á 86 frumsamin lög, sem voru einstaklega fjölbreytt, sterk, skemmtileg og allskonar tónlistarstefnum og margskonar tilraunum. Að lokum höfðu tíu hljómsveitir unnið sér rétt til þátttöku á úrslitakvöldinu en það voru þær Chögma, Cloud Cinema, Eló, Flórurnar, Frýs, Slysh, Social Suicide, Tommi G, Vampíra og Þögn sem spiluðu fyrir fullu húsi og góðri stemmningu.“

Einstaklingsverðlaun hlutu:

Söngur: Gísli Freyr Sigurðursson í Slysh

Bassi: Árni Hrafn Hrólfsson í Spiritual Reflections

Hljómborð: Ríkharður Ingi Steinarsson í Áttavillt

Gítar: Þórsteinn Léó Gunnarsson í Vampíra

Trommur: Jónatan Emil Sigurþórsson í Chögma

Rafheili: Emil Ingo Lupnaav Atlason í Emidex

Höfundaverðlaun FTT:  Elísabet  Guðnadóttir í Eló

Íslenskir textar: Urður Óliversdóttir í Urður

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir