Biðst afsökunar á hegðun sinni hjá Nickelodeon

Dan Schneider hefur beðist afsökunar á hegðun sinni.
Dan Schneider hefur beðist afsökunar á hegðun sinni. AFP

Fyrrum framleiðandi á barnasjónvarpsstöðinni Nickelodeon, Dan Schneider, hefur beðist afsökunar á „eftisjárverðri“ hegðun sinni, í kjölfar frumsýningar heimildarþátta um meint ofbeldi sem viðgekkst við tökur sjómvarpsþátta á borð við iCarly og Drake and Josh.

Global News greinir frá því að Schneider hafi verið vikið frá störfum árið 2018 eftir að innanhúss rannsókn leiddi í ljós að hann hefði iðulega hreytt fúkyrðum í starfsmenn. 

Fjögurra hluta heimildarþáttaröðin Quiet on set: The Dark Side of Kids TV, eða Þögn á setti: myrka hlið barnasjónvarps, var frumsýnd í vikunni og eru þar m.a. ásakanir á hendur Schneider fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart starfsfólki þáttanna og barnungum leikurum.

Klámfengar athafnir og fótablæti

Er þar meðal annars vísað til sena og brandara úr barna- og unglingaþáttum sem talin eru ýja að klámfengnum athöfnum en sumar þeirra eru taldar einkennast af fótablæti.

Þykja til að mynda margar senur með söng- og leikkonunni Ariönu Grande afar óviðeigandi í þáttunum Victorious.

Settist Schneider niður með leikaranum BooG!E, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem T-Bo í þáttaröðinni iCarly, og ræddi við hann um þættina. Sagði hann það verulega erfitt fyrir sig að horfa á þættina.

„Að horfa á þættina síðastliðin tvö kvöld var erfitt – að horfast í augu við fyrri hegðun mína, sem í sumum tilfellum var vandræðaleg og ég sé eftir því. Ég skulda klárlega sumum nokkuð alvarlega afsökunarbeiðni.“

Hafi ekki haft völd til að gera hvað sem er

Spurður út í kynferðislegu brandarana vísaði Schneider að mestu ábyrgðinni yfir á æðri stjórnendur Nickelodeon. 

„Það að halda því fram að ég hafi haft völd til að skrifa hvað sem ég vildi og setja það í loftið er fráleitt,“ sagði Schneider og bætti við að allt sem hefði farið í loftið hefði þurft samþykki fjölmargra fyrst. 

„Hver einasti brandari var skrifaður fyrir áhorf barna vegna þess að krökkum fannst þetta fyndið – og bara fyndið. Nú eru einhverji fullorðnir að horfa til baka, 20 árum seinna, í gegn um sína linsu og segja „mér finnst þetta ekki viðeigandi fyrir börn“.“

Ekki er það þó einungis Schneider sem sætir gagnrýni heldur einnig aðrir starfsmenn og æðri stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar.

Drake Bell þolandi í barnaníðsmáli

Stærsta stjarna til að stíga fram í fyrsta hluta heimildarþáttanna er leikarinn Drake Bell úr þáttunum Drake and Josh og The Amanda Show. Kvaðst Bell vera þolandinn í barnaníðsmálinu gegn Brian Peck, sem var dæmdur fyrir barnaníð. Ekki hafði áður komið fram um hvaða barn ræddi.

Starfaði Peck sem leik- og talþjálfi í Nickelodeon-þáttunum All That og The Amanda Show, en Bell lék í þeim síðarnefndu. Var Schneider framleiðandi beggja þáttaraða. 

Rifjaði Bell upp hversu erfitt hafi verið að ganga í gegnum réttarhöldin gegn Peck árið 2004 þegar hann var aðeins 15 ára gamall.

Sagði hann ferlið hafa verið sérstaklega erfitt í ljósi þess að fjöldi leikara og starfsmanna hefði skrifað bréf til dómarans í málinu til stuðnings Peck og fjöldi samstarfsmanna þeirra á Nickelodeon hefði tekið afstöðu með Peck.

Þeirra á meðal voru James Marsden, Alan Thicke, Ron Melendez, Rider Strong, Will Friedle og Taran Killam. 

40 milljóna króna „þakkargjöf“

Leikkonan Jennette McCurdy, sem lék Sam Puckett í iCarly og Sam & Cat, sagði einnig frá neikvæðri reynslu sinni hjá Nickelodeon í sjálfsævisögu sinni, I'm Glad My Mom Died, eða Ég er fegin að mamma mín dó.

Varði hún heilum kafla í að lýsa upplifun sinni á tilteknum nafnlausum einstaklingi sem margir telja vera Schneider og lýsti honum sem „illum, stjórnsömum og ógnvekjandi“.

Hélt McCurdy því fram í bókinni að Nickelodeon hefði boðið henni 300.000 dali í „þakkargjöf“, eða rúmar 40 milljónir króna, gegn því skilyrði að hún myndi ekki tjá sig um upplifun sína á Nickelodeon eða af samstarfinu við ónafngreinda einstaklinginn. Kveðst McCurdy hafa afþakkað „gjöfina“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson