Miley þakkar Beyoncé fyrir samstarfið

Miley Cyrus og Beyoncé unnu saman að laginu „II Most …
Miley Cyrus og Beyoncé unnu saman að laginu „II Most Wanted“. AFP/Robyn Beck/Angela Weiss

Miley Cyrus þakkaði Beyoncé innilega fyrir samstarf þeirra á laginu „II Most Wanted“ á nýrri plötu Beyonce, Cowboy Carter, sem kom út í dag.

„Ég elskaði Beyoncé löngu áður en ég fékk tækifærið til að hitta hana og vinna með henni. Aðdáun mín liggur svo miklu dýpra nú þegar ég hef fengið að skapa með henni,“ sagði í færslu Cyrus á samfélagsmiðlum. 

Þá þakkaði hún Beyoncé fyrir og sagði að hún væri „allt og svo miklu meira“. 

Auk Miley Cyrus koma Dolly Parton, Linda Martell og Willie Nelson fyrir á nýju plötunni en platan er markaðssett sem kántrí-plata. Á henni má þó einnig finna popp, rokk, R&B, blús og folk tónlist.

Cowboy Carter er áttunda plata Beyoncé og er önnur platan í þríleik sem Beyoncé samdi á meðan heimsfaraldurinn geisaði. Sú fyrsta var platan Renaissance sem kom út árið 2022. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson