Þrír frambjóðendur í sama stjörnumerkinu

mbl.is

Ýmsu í fari og högum forsetaframbjóðenda hefur verið velt upp í aðdraganda kosninganna 1. júní. Þó hefur eitt farist í umræðunni en það er jú hvað stjörnurnar hafa að segja um forsetaefnin. 

Hvort stjörnumerki kunni að hafa sitt að segja um hæfi frambjóðendanna má eflaust deila um en ekki getur það skaðað að hafa allar upplýsingar meðferðis áður en haldið er á kjörstað.

Stjörnumerki frambjóðendanna.
Stjörnumerki frambjóðendanna. mbl.is

Tólf frambjóðendur - átta stjörnumerki

Alls eru tólf frambjóðendur og skiptast þeir á átta stjörnumerki. Algengasta stjörnumerkið á meðal frambjóðendanna er ljónið en alls eru þrír forsetaframbjóðendur í því merki, þau Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Eiríkur Ingi Jóhannsson.

Krabbinn og vatnsberinn eru með tvo frambjóðendur hvort um sig. Helga Þórisdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir eru í því fyrrnefnda en Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir því síðarnefnda. 

Eru þess að auki frambjóðendur fæddir í merki vogarinnar, nautsins, fisksins og steingeitarinnar. 

mbl.is leitaði á ráð völvunnar Siggu Kling til að heyra hvað stjörnumerki frambjóðendanna kynnu að hafa að segja um leiðtogahæfni þeirra.  

Spákonan Sigga Kling var spurð út í frambjóðendur.
Spákonan Sigga Kling var spurð út í frambjóðendur.

Steingeitin beri af sem leiðtogi

Staðfesti Sigga að eitt stjörnumerki beri af sem leiðtogi, það væri steingeitin, en Jón Gnarr er eini frambjóðandinn í því merki. Kvaðst hún þó ekki geta sagt til um hvað það hefði að segja fyrir velgengni hans í framboði. 

Þá væri vogin einnig afar sterkt og traust merki með sterka leiðtogahæfni og réttsýni. Að sögn Siggu er fólki í merki vogarinnar einstaklega fallegt fólk sem hefur þann hæfileika að hreifa við öðrum. Halla Tómasdóttir er vog.

Spurð um vatnsberan segir Sigga það afar merkilegt að bæði Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir séu í merki vatnsberans, en Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sé einnig í sama merki. Vatnsberinn hafi mikið viðskiptavit og algengt sé að þeir stjórni fyrirtæki, eða jafnvel löndum, enda sé vatnsberinn afburðagóður stjórnandi. 

Þá bendir hún einnig á að ekki skuli vanmeta nautið, sem sé merki Arnars Þórs Jónssonar, enda sé nautið á sínum besta farvegi. Skjótt skipist veður og því ekki ólíklegt að nautið geti átt skyndilegt og óvænt uppgengi. Oft sé erfitt að sjá hvað nautin ætli sér en svo fari þau allt í einu af stað. Nautin séu yfirleitt jarðtengd og áreiðanlegir leiðtogar. 

Fiskurinn undiralda og ekki til leiðinlegur krabbi

Krabbinn er einstaklega skemmtilegt merki að sögn Siggu sem segir vart hægt að finna leiðinlegan krabba. Yndislegur blær sé yfir Helgu Þórisdóttur og sömuleiðis Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur sem Sigga telur hafa persónuleikan í embættið. Krabbinn sé almennt umhyggjusamur, næmur og hlýr leiðtogi. 

Sigga segir fiskinn vera undiröldu sem stjórni flestu þó að það liggi ekki í augum uppi, en fiskurinn vilji stjórna til að láta hlutina ganga upp. Halla Hrund Logadóttir er fiskur en Sigga segir mikilvægt að fiskurinn stjórni sér sjálfur og viti hvort hann sé gullfiskur eða hákarl. Fiskurinn sé almennt skemmtilegur og ákveðinn leiðtogi. 

Segir Sigga hrútinn afar sterkt merki og að hrútar séu almennt ákveðnir og metnaðarfullir leiðtogar, en Viktor Traustason er hrútur. Hrúturinn sé í raun eins og fjórhjóladrifinn Land Rover sem komist yfir hóla og fjöll sama hvað kunni að verða á vegi hans. 

Þá séu ljónin einnig náttúrulegir leiðtogar enda afar sjálfsörugg og fyrirferðarmikil. Eiríkur Ingi Jóhannsson, Ástþór Magnússon og Ásdís Rán Gunnarsdóttir eru öll í merki ljónsins. Segir Sigga ljónið hafa afar heillandi orku og ef það vilji geti það haldið á heiminum í hendi sér. Góður andi sé yfir Ásdísi Rán sem virðist sjálfri sér samkvæm og smart. 

Tvö naut gegnt embættinu áður  

Þess má geta að tveir fyrri forsetar lýðveldisins voru naut, þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Ásgeir Ásgeirsson.

Guðni Th. Jóhannessonforseti er aftur á móti í merki krabbans. Þá er Vigdís Finnbogadóttir hrútur en Kristján Eldjárn var bogmaður. Var fyrsti forseti lýðveldisins, Sveinn Björnsson, fiskur.

Hægt er að grúska nánar í stjörnuspekinni á vefsíðu Siggu Kling.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki fagurgala annarra villa þér sýn. Þér kann að þykja það erfitt hversu vinur þinn er hikandi við að standa við sinn hluta af skuldbindingum ykkar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Eppu Nuotio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki fagurgala annarra villa þér sýn. Þér kann að þykja það erfitt hversu vinur þinn er hikandi við að standa við sinn hluta af skuldbindingum ykkar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Eppu Nuotio