Vivienne Jolie-Pitt breytti nafninu sínu

Angelina Jolie ásamt yngstu dóttur sinni.
Angelina Jolie ásamt yngstu dóttur sinni. Skjáskot/Instagram

Vivienne Jolie, yngsta dóttir fyrrverandi leikarahjónanna Angelinu Jolie og Brad Pitt, notast ekki lengur við eftirnafnið Pitt. 

Vivienne, sem er 15 ára gömul, er meðframleiðandi að Broadway-sýningunni The Outsiders ásamt móður sinni og skráð sem Vivienne Jolie, ekki Jolie-Pitt, í leikskrá verksins. Óljóst er hvort hún hafi formlega breytt nafni sínu.

Með þessu fetar hún í fótspor eldri systkina sinna, Maddox Chivan og Zahöru Marley, en bæði eru þau hætt að kenna sig við föður sinn, Hollywood-leikarann Brad Pitt.

Pax, Shiloh og Knox bera enn eftirnafn föður síns. 

Angelina Jolie og Brad Pitt voru saman í 14 ár, gift í tvö, og eiga sex börn. Síðan þau skildu árið 2016 hef­ur Pitt hægt og bít­andi misst sam­band við börnin sem hann á með Jolie en leik­kon­an hef­ur for­ræði. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft þarf ekki stóra hluti til, heldur að breyta út af vananum. Hægðu á þér. Taktu eitt verkefni fyrir í einu og gefðu þér tíma til að anda á milli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft þarf ekki stóra hluti til, heldur að breyta út af vananum. Hægðu á þér. Taktu eitt verkefni fyrir í einu og gefðu þér tíma til að anda á milli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant