Örlög Ken og Barbie ráðin á Facebook

Notendur samskiptasíðunnar Facebook hafa verið beðnir um að greiða um það atkvæði hvort eitt þekktasta par í bandarískri menningarsögu eigi að ná saman á ný eftir 7 ára aðskilnað.

Brúðurnar Barbie og Ken, sem leikfangafyrirtækið Mattel framleiðir, skildu á Valentínusardag árið 2004 eftir að hafa verið saman í 43 ár. Á Facebook-síðu Mattel segir, að eftir skilnaðinn hafi Barbie byrjað með áströlskum brimbrettamanni, sem nefndur er Blaine en Ken vék til hliðar. Hann fékk hins vegar afar góða gagnrýni fyrir frammistöðu sína í teiknimyndinni Toy Story 3 og kom fram á tískuvikunni í New York. En þótt hann njóti velgengninnar geti hann ekki gleymt Barbie. 

„Eftir að hafa kannað markaðinn veit Ken nú að Barbie er eina brúðan sem hann þráir," segir Mattel. Á síðunni er síðan lýst hvernig Ken hafi reynt að vinna ástir Barbie á ný, m.a. með því að birta auglýsingar í New York og Los Angeles. Á einni þeirra stendur: „Barbie, þótt við séum úr plasti er ást okkar ekta."  

Biður Matten nú aðdáendur Ken og Barbie um að greiða atkvæði um það á vefsíðunni barbieandken.com hvort þau eigi að ná saman aftur. Þess má geta, að Valentínustardagurinn er eftir viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson