Jólamáltíð í Herkastalanum

Utangarðs á Íslandi | 10. desember 2012

Jólamáltíð í Herkastalanum

Hjálpræðisherinn í Reykjavík mun ekki vera með matarúthlutun í ár heldur einbeita sér að því að efla hjálparstarfið sem er í gangi allt árið.

Jólamáltíð í Herkastalanum

Utangarðs á Íslandi | 10. desember 2012

Hjálpræðisherinn
Hjálpræðisherinn mbl.is/Árni Sæberg

Hjálpræðisherinn í Reykjavík mun ekki vera með matarúthlutun í ár heldur einbeita sér að því að efla hjálparstarfið sem er í gangi allt árið.

Hjálpræðisherinn í Reykjavík mun ekki vera með matarúthlutun í ár heldur einbeita sér að því að efla hjálparstarfið sem er í gangi allt árið.

Má þar nefna velferðarsetur sem opnað hefur verið í verslunarmiðstöðinni Mjódd en þar er hægt að fá ráðgjöf og fatamiða.

Hjálpræðisherinn er í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar og við fangahjálpina Vernd fyrir þessi jól.

Á aðfangadag verður hin árlega jólahátíð á aðfangadag fyrir heimilislausa, einstæðinga og aðra þá sem vilja halda jól með hjálpræðishernum í Kirkjustræti 2 (Herkastalanum) þar sem boðið er upp á jólamat og hefst borðhaldið kl. 18:00.

mbl.is