Hækka stýrivexti úr 10,5% í 17%

Kreppa í Rússlandi | 15. desember 2014

Hækka stýrivexti úr 10,5% í 17%

Seðlabanki Rússlands hefur ákveðið að hækka stýrivexti sína úr 10,5% í 17%. Forsvarsmenn seðlabankans segja að gripið hafi verið til þessara aðgerða til að sporna gegn falli rúblunnar.

Hækka stýrivexti úr 10,5% í 17%

Kreppa í Rússlandi | 15. desember 2014

Rúblan hefur hríðfallið í verði á þessu ári.
Rúblan hefur hríðfallið í verði á þessu ári. AFP

Seðlabanki Rússlands hefur ákveðið að hækka stýrivexti sína úr 10,5% í 17%. Forsvarsmenn seðlabankans segja að gripið hafi verið til þessara aðgerða til að sporna gegn falli rúblunnar.

Seðlabanki Rússlands hefur ákveðið að hækka stýrivexti sína úr 10,5% í 17%. Forsvarsmenn seðlabankans segja að gripið hafi verið til þessara aðgerða til að sporna gegn falli rúblunnar.

Rúblan hefur aldrei verið lægri gagnvart Bandaríkjadal, en nú kostar einn dollari 63 rúblur. Lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu og refsiaðgerðir Vesturveldanna eru farnar að hafa mikil áhrif á rússneskt efnahagslíf og hefur virði rúblunnar hefur dregist saman um 45% frá ársbyrjun.

Seðlabanka Rússlands hefur gengið illa að halda rúblunni stöðugri, en hann hefur keypt rúblur á markaði til að reyna að sporna gegn falli gjaldmiðilsins.

mbl.is