Ekki í hettupeysu heldur þjóðbúning

Forseti Íslands í Danmörku | 25. janúar 2017

Ekki í hettupeysu heldur þjóðbúning

Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar og eiginkona utanríkisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, var glæsileg í boði Margrétar Danadrottningar í Amalíuhöll í gærkvöldi. Eftir að Smartland birti frétt um kjólinn og kvöldverðinn fékk ritstjórnin þónokkrar spurningar um hvað maður í hettupeysu væri að gera við hliðina á henni. 

Ekki í hettupeysu heldur þjóðbúning

Forseti Íslands í Danmörku | 25. janúar 2017

Friðrik krónprins Danmerkur og Mary eiginkona hans í heimsókn á …
Friðrik krónprins Danmerkur og Mary eiginkona hans í heimsókn á Grænlandi.

Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar og eiginkona utanríkisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, var glæsileg í boði Margrétar Danadrottningar í Amalíuhöll í gærkvöldi. Eftir að Smartland birti frétt um kjólinn og kvöldverðinn fékk ritstjórnin þónokkrar spurningar um hvað maður í hettupeysu væri að gera við hliðina á henni. 

Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar og eiginkona utanríkisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, var glæsileg í boði Margrétar Danadrottningar í Amalíuhöll í gærkvöldi. Eftir að Smartland birti frétt um kjólinn og kvöldverðinn fékk ritstjórnin þónokkrar spurningar um hvað maður í hettupeysu væri að gera við hliðina á henni. 

Frétt af Smartlandi: Ágústa Johnson flottust í Amalíuhöll

Það sanna í málinu er að maðurinn er ekki í hettupeysu heldur í grænlenska þjóðbúningnum. Maðurinn er reyndar ekki bara einhver maður heldur Kim Kiel­sen forsætisráðherra Grænlands. 

Grænlenski búningurinn er ekki sá hlífðarfatnaður, sem grænlenskir veiðimenn klæðast, heldur er hann notaður við hátíðleg tilefni. Karlpeningurinn er í hvítum anorakk við svartar buxur og dökkan fótabúnað svokallaðar kamikkur. Sólarnir á kamikkum eru úr þykkara og sterkara selskinni. 

Grænlenskir karlar klæðast þjóðbúningi sínum við hátíðlegar stundir eins og við útskriftir, brúðkaup og við fyrsta skóladaginn. Og líka þegar menn heimsækja drottninguna þá er búningurinn dreginn fram.  

Hér má sjá Ágústu Johnson við hlið Kim Kiel­sen forsætisráðherra …
Hér má sjá Ágústu Johnson við hlið Kim Kiel­sen forsætisráðherra Grænlands. mbl.is/Golli/Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is