„Hann brilleraði – heillaði upp úr skónum“

Forseti Íslands í Danmörku | 26. janúar 2017

„Hann brilleraði – heillaði upp úr skónum“

Svanborg Kristinsdóttir var eina manneskjan sem klæddist íslenska þjóðbúningnum í veislu Guðna Th. Jóhannessonar og Elizu Reid í Kaupmannahöfn í gær. Þegar ég spurði hana út í búninginn kemur í ljós að hann á sér mikla sögu. 

„Hann brilleraði – heillaði upp úr skónum“

Forseti Íslands í Danmörku | 26. janúar 2017

Svanborg Þóra Kristinsdóttir, upplýsingafulltrúi og verslunarstjóri í Nordatlantisk Hus í …
Svanborg Þóra Kristinsdóttir, upplýsingafulltrúi og verslunarstjóri í Nordatlantisk Hus í Óðinsvéum. mbl.is/Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Svanborg Kristinsdóttir var eina manneskjan sem klæddist íslenska þjóðbúningnum í veislu Guðna Th. Jóhannessonar og Elizu Reid í Kaupmannahöfn í gær. Þegar ég spurði hana út í búninginn kemur í ljós að hann á sér mikla sögu. 

Svanborg Kristinsdóttir var eina manneskjan sem klæddist íslenska þjóðbúningnum í veislu Guðna Th. Jóhannessonar og Elizu Reid í Kaupmannahöfn í gær. Þegar ég spurði hana út í búninginn kemur í ljós að hann á sér mikla sögu. 

„Búningurinn kemur upprunalega frá Ingunni Guðlaugu Valmaríu Jóhannsdóttur frá Bolungarvík, sem er langamma mín. Hún ætlaði búninginn Ingunni Hávarðardóttur, móður minni og amma mín, Sóley Magnúsdóttir, ætlaði mér búninginn síðar. Við erum allar frá Bolungarvík þar sem stór hefð er fyrir notkun þjóðbúnings á þorrablóti meðal annars,“ segir Svanborg. 

Móðir Svanborgar á búninginn en hún hefur fengið að hafa hann sjá sér í Danmörku. 

„Ég hef kannski meiri möguleika að nota hann þar sem ég er að vinna hjá Nordatlantisk Hus í Óðinsvéum.  Nordatlantisk Hus er einstakt menningarhús fyrir íslenska, færeyska og grænlenska menningu og Óðinsvé er fullkomin staðsetning fyrir þannig hús, þar sem bærinn er alveg miðsvæðis í Danmörku,“ segir hún.

Búningurinn hefur verið í fjölskyldunni frá byrjun og eru elstu hlutirnir, þar á meðal gullið og beltið, frá 1870.  

Það vakti athygli ljósmyndara og blaðamanns Smartlands að Svanborg var eina konan sem klæddist íslenska þjóðbúningnum í veislu Guðna Th. Jóhannessonar og Elizu Reid í gærkvöldi. 

„Já, ég var eina konan í íslenska þjóðbúningnum í veislunni í gær en Karin Elsbudottir, forstöðukona Nordatlantens Brygge i Kaupmannahöfn, var í færeyska þjóðbúningnum, þannig að það vorum bara við tvær í búningi,“ segir hún. 

Svanborg klæðist búningnum reglulega við hátíðlegar athafnir í Danmörku. 

„Ég var með í Nordatlantisk kór, sem er starfsræktur hér í Nordatlantisk Hus þegar drottningin heimsótti húsið 2014. Þá klæddust ég og fleiri konur frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi þjóðbúningi. Og svo á þjóðhátíðardag Íslendingafélagsins í Óðinsvéum var ég fjallkona og var að sjálfsögðu í þjóðbúningnum.“

Það er ekki annað hægt en að spyrja Svanborgu um kvöldverðarboðið og hvað hafi staðið upp úr. 

„Það sem stóð upp úr var að sjálfsögðu forsetinn okkar.  Sem Íslendingur í útlöndum fylltist ég stolti yfir svona veltalandi og góðum ræðumanni sem Guðni er.  Hann brilleraði og heillaði alla upp úr skónum.  Og svo að sjálfsögðu ræða Einars Más, góðvinar Nordatlantisk Hus.  Hann hefur orðin í sínu valdi. 

En ég get ekki annað sagt en að bæði sendiráð Íslands og Nordatlantens Brygge stóðu sig rosalega vel og þetta var glæsileikinn sjálfur og við Íslendingar getum verið mjög stoltir af okkar fólki. Ég tók eftir að fólk skemmti sér konunglega, og konungsfólkið líka,“ segir hún. 

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid.
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid. mbl.is/Golli/Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is