Hugmyndin kviknaði í skammdeginu

HönnunarMars | 26. mars 2017

Hugmyndin kviknaði í skammdeginu

„Hugmyndin er aðallega komin frá myrkrinu og skammdeginu yfir vetrartímann. Ég hef mest verið að gera nytjahluti og fór að hugsa um eitthvað sem gæti yljað manni um kroppinn í kuldanum, eins og góða súpu. Og kertaljósið er síðan ómissandi með,“ segir Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, keramikhönnuður, sem sýnir nýja keramiklínu sína, Um, á Hönnunarmars.

Hugmyndin kviknaði í skammdeginu

HönnunarMars | 26. mars 2017

Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir er hönnuður keramiklínunnar UM.
Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir er hönnuður keramiklínunnar UM. Ljósmynd/Pétur Thomsen

„Hugmyndin er aðallega komin frá myrkrinu og skammdeginu yfir vetrartímann. Ég hef mest verið að gera nytjahluti og fór að hugsa um eitthvað sem gæti yljað manni um kroppinn í kuldanum, eins og góða súpu. Og kertaljósið er síðan ómissandi með,“ segir Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, keramikhönnuður, sem sýnir nýja keramiklínu sína, Um, á Hönnunarmars.

„Hugmyndin er aðallega komin frá myrkrinu og skammdeginu yfir vetrartímann. Ég hef mest verið að gera nytjahluti og fór að hugsa um eitthvað sem gæti yljað manni um kroppinn í kuldanum, eins og góða súpu. Og kertaljósið er síðan ómissandi með,“ segir Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, keramikhönnuður, sem sýnir nýja keramiklínu sína, Um, á Hönnunarmars.

„Ég er textíl- og smíðakennari auk þess að vera keramikhönnuður. Mér finnst því gaman að tvinna saman efni, en þarna blanda ég saman leirnum og viði. Línan samanstendur af stórri súpuskál, djúpum diskum og kertastjökum og kallast hún Um. Kertastjakarnir nefnast KringUm en skálarnar UtanUm.“

mbl.is/Pétur Thomsen
mbl.is/Pétur Thomsen
mbl.is