„Ísbirnir eru samnefnari fyrir þrautseigju“

HönnunarMars | 26. mars 2017

„Ísbirnir eru samnefnari fyrir þrautseigju“

Gísli Hilmarsson er einn þeirra fjölmörgu hönnuða sem sýna vörur sínar á HönnunarMars, en hann var að senda frá sér sápu sem vekur hugrenningatengsl við hnattræna hlýnun og bráðnun jökla. Enda lítur sápan út eins og ísbjörn. 

„Ísbirnir eru samnefnari fyrir þrautseigju“

HönnunarMars | 26. mars 2017

Gísli Hilmarsson hannaði ísbjarnasápuna.
Gísli Hilmarsson hannaði ísbjarnasápuna. Ljósmynd/Aron F. Flosason

Gísli Hilmarsson er einn þeirra fjölmörgu hönnuða sem sýna vörur sínar á HönnunarMars, en hann var að senda frá sér sápu sem vekur hugrenningatengsl við hnattræna hlýnun og bráðnun jökla. Enda lítur sápan út eins og ísbjörn. 

Gísli Hilmarsson er einn þeirra fjölmörgu hönnuða sem sýna vörur sínar á HönnunarMars, en hann var að senda frá sér sápu sem vekur hugrenningatengsl við hnattræna hlýnun og bráðnun jökla. Enda lítur sápan út eins og ísbjörn. 

„Þetta byrjaði allt með lestri á áhugaverði grein í hönnunartímaritinu HA. Greinin fjallaði um konu sem á aðdáunarverðan hátt tók upp á því að safna íslenskum keramikgersemum. Hugmyndin kviknaði við lestur þessarar greinar, og þegar ég sá mynd af ísbirni eftir Guðmund frá Miðdal. Einnig má segja að kveikjan hafi verið samtíminn og þau verkefni sem mannkynið stendur frammi fyrir.“

Gísli Hilmarsson, hönnuður ísbjarnasápunnar.
Gísli Hilmarsson, hönnuður ísbjarnasápunnar. Ljósmynd/Rut Ingólfsdóttir

Aðspurður hvers vegna ísbjörn hafi orðið fyrir valinu svarar Gísli einfaldlega: „Af hverju ekki ísbjörn? Það er samnefnari milli gróðurhúsaáhrifanna og ísbjarna. Afleiðingar gróðurhúsaáhrifanna eru alvarlegar og hafa víðtæk áhrif, þar á meðal á tilveru tegundarinnar. Birnirnir eru samnefnari fyrir þrautseigju og allt það sem maðurinn er einnig að berjast við. Við mennirnir megum engan tíma missa,“ segir Gísli, sem telur að hönnuðir og listamenn geti verið leiðandi afl í umhverfismálum.

„Ég tel tvímælalaust að skapandi greinar skipti sköpum þegar kemur að því að leita lausna í umhverfismálum, og þær geti haft ýmislegt jákvætt til málana að leggja. Tækifærin leynast víða, hvort sem um ræðir lítil frumkvöðlafyrirtæki, eða stór fyrirtæki,“ segir Gísli, en hvernig er framleiðslu sápunnar háttað.

„Í stuttu máli þá bjó ég til ísbjörn úr leir, gifsmót af leirbirninum og sílikonmót af gifsmótinu. Ég útbý síðan sápulög sem hellt er ofan í sílikonmótið. Þar fær lögurinn að harðna í nokkrar klukkustundir. Sápan er viðkvæm á þessu stigi og það þarf að vanda sig við að taka hana úr forminu. Sápan þarf síðan að „gerjast“ í átta vikur uns hún er tilbúin,“ segir Gísli að lokum.

mbl.is