5 óvæntar fæðutegundir sem minnka bjúg

Sykurlaus lífsstíll | 20. ágúst 2018

5 óvæntar fæðutegundir sem minnka bjúg

„Uppþemba og bjúgur er svo sannarlega ekki eitthvað sem maður vill finna fyrir dags daglega, en því miður er það ótrúlega algengt! Sérstaklega eftir sumarið eða frí. Bólgur og bjúgur geta haft aukaverkanir eins og þyngdaraukningu, síþreytu og króníska verki eða aukningu á verkjum. Það sem gæti þó komið á óvart er að bólgur og bjúgur eru talin einn helsti orsakavaldur margra sjúkdóma og kvilla eins og sykursýki, blóðþrýstingsvandamála og liðagigtar,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

5 óvæntar fæðutegundir sem minnka bjúg

Sykurlaus lífsstíll | 20. ágúst 2018

Viltu losna við bólgur og bjúg eftir sumarið?
Viltu losna við bólgur og bjúg eftir sumarið?

„Uppþemba og bjúgur er svo sannarlega ekki eitthvað sem maður vill finna fyrir dags daglega, en því miður er það ótrúlega algengt! Sérstaklega eftir sumarið eða frí. Bólgur og bjúgur geta haft aukaverkanir eins og þyngdaraukningu, síþreytu og króníska verki eða aukningu á verkjum. Það sem gæti þó komið á óvart er að bólgur og bjúgur eru talin einn helsti orsakavaldur margra sjúkdóma og kvilla eins og sykursýki, blóðþrýstingsvandamála og liðagigtar,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

„Uppþemba og bjúgur er svo sannarlega ekki eitthvað sem maður vill finna fyrir dags daglega, en því miður er það ótrúlega algengt! Sérstaklega eftir sumarið eða frí. Bólgur og bjúgur geta haft aukaverkanir eins og þyngdaraukningu, síþreytu og króníska verki eða aukningu á verkjum. Það sem gæti þó komið á óvart er að bólgur og bjúgur eru talin einn helsti orsakavaldur margra sjúkdóma og kvilla eins og sykursýki, blóðþrýstingsvandamála og liðagigtar,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Hér eru 5 fæðutegundir sem draga úr bólgum og bjúg, þú gætir jafnvel átt eitthvað af þeim nú þegar til í ísskápnum!

Brokkólí

Flestir þekkja Brokkolí en það er í mismiklu uppáhaldi hjá fólki. Brokkólí hefur bara of marga kosti til að sleppa því. Það er ein besta uppspretta andoxunarefnisins súlfórafan sem hefur öflug bólgueyðandi áhrif. Brokkolí hefur gjarnan verið talin ofurfæða enda er það stútfullt af A-, C-, E- og K-vítamínum, B-vítamíni og fólinsýru.

Hægt er að frysta brokkólí og nota í búst eða drykki. Brokkolí má borða hrátt, gufusoðið, bætt út í salöt, núðlurétti eða súpur.

Ber

Það eru gleðifréttir að berin séu bólgueyðandi ekki satt? Sæt og ljúffeng og alls konar möguleikar í boði! Þar á meðal hindber, brómber, bláber og jarðarber. Íslensku berin eru alltaf dásamleg og um að gera að nýta sér þau á haustin. Ber innihalda andoxunarefni, C-vítamín, anthocyanin og glútaþíon sem öll hafa bólgueyðandi eiginleika.

Ber eru auðvitað góð ein og sér, út í búst eða morgunverðarskálina.

Hampfræ

Það eru ekki allir sem þekkja hampfræin, en þau eru þess virði að kynna sér því þau eru ótrúlega holl og mild á bragðið. Þau eru rík af próteini, omega 3, 6 og GLA (Gamma-Linolenic acid) sem er einstaklega bólgueyðandi og hefur góð áhrif á vöðva, liði og hitastig líkamans (því mjög gott fyrir konur með fyrirtíðaspennu eða þá sem glíma við gigt). GLA er einnig frábært fyrir þá sem glíma við of háan blóðþrýsting. Hampfræin eru talin geta bætt meltingu, dregið úr sykurlöngun og aukið orkuna.

Hampfræjunum má bæta út í búst, dreifa yfir salöt eða morgunmatinn. 

Lax er góður fyrir þig ef þú vilt minnka bólgur …
Lax er góður fyrir þig ef þú vilt minnka bólgur í líkamanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lax og hnetur

Holl fita er nauðsynleg og mjög mikilvægt að hafa jafnvægi á inntöku hennar. Við höfum gott aðgengi að góðum laxi og öðrum feitum fiski hér á Íslandi og um að gera að nýta okkur hann. Lax og hnetur eru sérlega ríkar af Omega-3 fitusýrum sem og próteinum sem hjálpa að draga úr bólgum og hafa góð áhrif á heilastarfsemi og meltingu! Laxinn er einnig mjög ríkur af B12 sem er nauðsynlegt fyrir orku.

Nú er góður tími til að skella laxi á grillið og nýta sér alla kostina sem hann býður upp á. Hnetur eru tilvalið snarl og halda blóðsykri í jafnvægi og sykurlöngun í skefjum.

Laukur og hvítlaukur

Matreiðsla væri frekar bragðlaus án þessara tveggja! Hvítlaukur hefur lengi verið þekktur fyrir að hafa góð áhrif á ónæmiskerfið og draga úr bólgum og bjúg. Laukurinn hefur hreinsandi eiginleika og inniheldur quercetin, öflugt andoxunarefni sem dregur úr bólgum og bólgumyndum.

Möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að lauk og hvítlauk, enda henta þessar tvær fæðutegundir í nánast alla grænmetis- eða fiskrétti, hægt er að gera alls konar dásamlegar dressingar úr hvítlauk og bæta lauknum út í salöt.

Byrjaðu haustið með breyttum lífsstíl Ókeypis fyrirlestur 22. ágúst kl. 20:30.

Skráning er hafin hér!

mbl.is