Pitt í rómantískri ferð með yngri kærustu

Brad Pitt | 27. ágúst 2020

Pitt í rómantískri ferð með yngri kærustu

Leikarinn Brad Pitt er sagður vera kominn með nýja kærustu. Sú heppna heitir Nicole Poturalski og er þýsk fyrirsæta. Pitt og Poturalski eru í rómantísku ferðalagi í Frakklandi og keppast erlendir fjölmiðlar við að segja frá ferðalagi þeirra. 

Pitt í rómantískri ferð með yngri kærustu

Brad Pitt | 27. ágúst 2020

Brad Pitt er í fríi með Nicole Poturalski.
Brad Pitt er í fríi með Nicole Poturalski. Samsett mynd

Leikarinn Brad Pitt er sagður vera kominn með nýja kærustu. Sú heppna heitir Nicole Poturalski og er þýsk fyrirsæta. Pitt og Poturalski eru í rómantísku ferðalagi í Frakklandi og keppast erlendir fjölmiðlar við að segja frá ferðalagi þeirra. 

Leikarinn Brad Pitt er sagður vera kominn með nýja kærustu. Sú heppna heitir Nicole Poturalski og er þýsk fyrirsæta. Pitt og Poturalski eru í rómantísku ferðalagi í Frakklandi og keppast erlendir fjölmiðlar við að segja frá ferðalagi þeirra. 

Turtildúfurnar voru myndaðar í París á miðvikudaginn. Þau mættu hvort í sínu lagi til Parísar á Charles de Gaulle-flugvöllinn að því er fram kemur á vef ET. Poturalski mætti fyrst frá Berlín og beið eftir Pitt, sem kom frá Bandaríkjunum. Seinna sáust þau saman á Le Bourget-flugvellinum þar sem þau fóru um borð í einkaflugvél til Suður-Frakklands.

Erlendir miðlar hafa staðfest samband þeirra. „Þau eru að hittast, þau eru að njóta þess að vera í fríi saman,“ sagði heimildarmaður Page Six meðal annars um sambandið og Frakklandsfríið. 

Pitt er með sterka tengingu við Frakkland en hann og fyrrverandi kona hans, Angelina Jolie, giftu sig í kastala sínum í Suður-Frakklandi árið 2014. 

Ekki er vitað mikið um Poturalski sem kallar sig Nico. Henni vegnar að minnsta kosti vel í Þýskalandi en hún prýðir forsíðu septemberútgáfu Elle í Þýskalandi. Poturalski er 27 ára en nýi kærastinn 56 ára. 

View this post on Instagram

🐥🐥

A post shared by Nico (@nico.potur) on Aug 24, 2020 at 3:17am PDT




mbl.is