Fer fram á töluvert færri árásir í dag

Ísrael/Palestína | 19. maí 2021

Fer fram á töluvert færri árásir í dag

Joe Biden Bandaríkjaforseti fer fram á að Ísraelsher fækki árásum sínum á Palestínu töluvert í dag. Hann kom þessum skilaboðum til Benjamins Netenyahus forseta Ísraels símleiðis í dag.

Fer fram á töluvert færri árásir í dag

Ísrael/Palestína | 19. maí 2021

Joe Biden fundaði með Benjamin Netenyahu símleiðis í dag.
Joe Biden fundaði með Benjamin Netenyahu símleiðis í dag. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti fer fram á að Ísraelsher fækki árásum sínum á Palestínu töluvert í dag. Hann kom þessum skilaboðum til Benjamins Netenyahus forseta Ísraels símleiðis í dag.

Joe Biden Bandaríkjaforseti fer fram á að Ísraelsher fækki árásum sínum á Palestínu töluvert í dag. Hann kom þessum skilaboðum til Benjamins Netenyahus forseta Ísraels símleiðis í dag.

Biden hefur hingað til verið þögull um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs en Antony Blinken utanríkisráðherra hans sagði á blaðamannafundi í Hörpu í gær að ætlunin væri að stöðva „þessa hringrás ofbeldis“. Hann sagðist einnig leggja áherslu á árangursríka, en þögla, milliríkjavinnu til þess að koma á friði.

Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins hélt sömu línu og Blinken í dag en vildi ekki tjá sig um hvernig forsetinn brygðist við ef ekkert lát yrði á árásunum eða hvernig hann skilgreindi töluverða fækkun.

mbl.is