Sagði Hitler hafa „gert fullt af góðum hlutum“

Sagði Hitler hafa „gert fullt af góðum hlutum“

Donald Trump, í heimsókn til Evrópu á forsetatíð sinni, sagði við mannauðsstjóra sinn að „Hitler gerði fullt af góðum hlutum“, að því er Guardian greinir frá. 

Sagði Hitler hafa „gert fullt af góðum hlutum“

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 7. júlí 2021

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump, í heimsókn til Evrópu á forsetatíð sinni, sagði við mannauðsstjóra sinn að „Hitler gerði fullt af góðum hlutum“, að því er Guardian greinir frá. 

Donald Trump, í heimsókn til Evrópu á forsetatíð sinni, sagði við mannauðsstjóra sinn að „Hitler gerði fullt af góðum hlutum“, að því er Guardian greinir frá. 

Í frétt sinni vísar Guardian í nýja bók Michaels Bender sem gefin verður út í næstu viku. John Kelly, sem var mannauðsstjóri Hvíta hússins þegar Trump heimsótti Evrópu árið 2018 til að minnast þess að hundrað ár væru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldar, á að hafa verið „sleginn“ vegna ummælanna að því er fram kemur í bókinni. 

Bender greinir frá því að Trump hafi látið ummælin falla í „sögustund“, þar sem Kelly „minnti forsetann á hvaða lönd voru í hvaða liði í stríðinu“ og „tengdi saman atburði frá fyrstu til síðari heimsstyrjaldar og öll voðaverk Hitlers“.

Bender er einn nokkurra höfunda sem hafa tekið viðtal við forsetann fyrrverandi frá því að hann lét af embætti í byrjun árs. 

Fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni Trump, Liz Harrington; „Þetta er algjörlega rangt. Trump forseti sagði þetta aldrei. Þetta eru tilbúnar falsfréttir, líklegast frá herforingja sem var vanhæfur og rekinn.“

Bender hefur aftur á móti eftir nafnlausum heimildum að Kelly hafi „sagt forsetanum að hann hefði rangt fyrir sér, en Trump var staðráðinn“, og lagði áherslu á þýskt efnahagslíf á fjórða áratug síðustu aldar. 

„Kelly mótmælti aftur,“ skrifar Bender „og hélt því fram að þýsku þjóðinni hefði verið betur borgið fátækri en að sitja undir þjóðarmorði nasista.“

Þá skrifar Bender einnig að Kelly hafi sagt við forsetann að jafnvel þó að fullyrðingar hans um þýskan efnahag árið 1933 væru sannar gæti hann „aldrei sagt nokkuð til stuðnings Adolf Hitler. Þú bara getur það ekki.“

mbl.is