Beint: Fiskistofa kynnir mælaborð og kortasjá

Eftirlit með veiðum | 17. september 2021

Beint: Fiskistofa kynnir mælaborð og kortasjá

Fiskistofa kynnir í dag þrjú verkefni í beinni útsendingu. Verkefnin snúa að nýrri kortasjá, auknum rekjanleika í upplýsingakerfum stofnunarinnar og nýtt mælaborð sem á að auka aðgengi að upplýsingum í rauntíma.

Beint: Fiskistofa kynnir mælaborð og kortasjá

Eftirlit með veiðum | 17. september 2021

Fiskistofa kynnir í dag leiðir sem eiga að skila auknum …
Fiskistofa kynnir í dag leiðir sem eiga að skila auknum upplýsingum um veiðar. mbl.is/Sigurður Ægisson

Fiskistofa kynnir í dag þrjú verkefni í beinni útsendingu. Verkefnin snúa að nýrri kortasjá, auknum rekjanleika í upplýsingakerfum stofnunarinnar og nýtt mælaborð sem á að auka aðgengi að upplýsingum í rauntíma.

Fiskistofa kynnir í dag þrjú verkefni í beinni útsendingu. Verkefnin snúa að nýrri kortasjá, auknum rekjanleika í upplýsingakerfum stofnunarinnar og nýtt mælaborð sem á að auka aðgengi að upplýsingum í rauntíma.

Kortasjáin á að „auðvelda aðgengi að svæðisbundnum upplýsingum sem tengjast lögum, reglum og öðrum ákvörðunum stjórnvalda er varða sjávarútveg og fiskeldi. Á vefsvæðinu er hægt að nálgast upplýsingar um reglugerðarhólf og skyndilokanir í rauntíma,“ að því er fram ekmur á vef Fiskistofu.

Þá hefur verið unnið að því að styrkja rekjanleika í upplýsingakerfi Fiskistofu, bæta rafræna skráningu og rafrænt eftirlit með fiskveiðum. „Í því felst bætt skráning upplýsinga, betri rekjanleiki og bætt eftirlit með löndun.“

Þá verður kynnt nýtt mælaborð Fiskistofu sem á að auka aðgengi að upplýsingum um sjávarútveg í rauntíma. „Mælaborðið er hugsað út frá notandanum og eykur möguleika aðila á að velja upplýsingar sem eru sérsniðnar að þeirra þörfum.“

mbl.is