Sigurfari sviptur veiðileyfi vegna brottkasts

Eftirlit með veiðum | 4. janúar 2023

Sigurfari sviptur veiðileyfi vegna brottkasts

Dragnóta- og netabáturinn Sigurfari GK-138 sem Nesfiskur ehf. á Suðurnesjum gerir út hefur verið sviptur leyfi til veiða í atvinnuskyni í fjórar vikur, frá og með 20. janúar til og með 16. febrúar. Ástæðan er „meiriháttar brot“ eins og það er orðað í ákvörðun Fiskistofu, en brotin eru fyrst og fremst sögð felast í athafnaleysi áhafnar.

Sigurfari sviptur veiðileyfi vegna brottkasts

Eftirlit með veiðum | 4. janúar 2023

Sigurfari GK mun ekki vera heimilt að stunda veiðar í …
Sigurfari GK mun ekki vera heimilt að stunda veiðar í fjórar vikur vegna brottkasts. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Dragnóta- og netabáturinn Sigurfari GK-138 sem Nesfiskur ehf. á Suðurnesjum gerir út hefur verið sviptur leyfi til veiða í atvinnuskyni í fjórar vikur, frá og með 20. janúar til og með 16. febrúar. Ástæðan er „meiriháttar brot“ eins og það er orðað í ákvörðun Fiskistofu, en brotin eru fyrst og fremst sögð felast í athafnaleysi áhafnar.

Dragnóta- og netabáturinn Sigurfari GK-138 sem Nesfiskur ehf. á Suðurnesjum gerir út hefur verið sviptur leyfi til veiða í atvinnuskyni í fjórar vikur, frá og með 20. janúar til og með 16. febrúar. Ástæðan er „meiriháttar brot“ eins og það er orðað í ákvörðun Fiskistofu, en brotin eru fyrst og fremst sögð felast í athafnaleysi áhafnar.

Málið hefur verið kært til lögreglunnar á Suðurnesjum.

Fram kemur í ákvörðuninni að sviptingin tengist tveimur málum. Fyrra málið má rekja til drónaeftirlits 6. október 2021, en þá sáu eftirlitsmenn Fiskistofu fiska falla út um lúgu/lensport aftarlega á stjórnborðshlið skipsins og aflinn fallið þaðan afur í sjó.

Á myndbandi af atvikinu sem er einungis tæpar sex og hálf mínúta sjást allat að 190 fiskar koma út um lúguna og falla í sjóinn. Þar af tókst eftirlitsmönnum að tegundagreina 144 fiska og voru 58 þeirra ýsur, 57 kolar, 27 þorskar og tveir skötuselir.

Dróni á vegum Fiskistofu fylgdist með veiðum Sigurfara í tvígang.
Dróni á vegum Fiskistofu fylgdist með veiðum Sigurfara í tvígang. mbl.is/Árni Sæberg

Seinna atvikið átti sér stað 19. janúar 2022 þegar eftirlitsmenn voru staddir vestan við Reykjanesvita á Suðurnesjum. Með dróna fylgdust eftirlitsmenn Fiskistofu með þegar skipverjar drógu dragnót um borð og voru við aðgerð afla um borð. „Fljótlega sást að fiskur kom út um lúgu/lensport aftarlega á stjórnborðshlið skipsins og hafnaði út í sjó.“

Í þetta sinn var þó á innan við tíu mínútum aðeins orðið var við að fimm bolfiskum var hent á þessa leið. Tveir voru tegundagreindir, einn þorskur og ein ýsa.

Refsivert athafnaleysi

Fram kemur í ákvörðuninni að eftirlitsmenn hafi farið um borð í Sigurfara GK-138 til að rannsaka nánar aðstæður um borð er skipið lá við bryggju í Sandgerðishöfn 28. septemebr síðastliðinn.

„Af efra dekki kemur veiddur afli niður á neðra dekk niður í móttökuna um borð. Þaðan kemur aflinn upp með færiböndum þar sem skipverjar standa við aðgerðarband og flokka og gera að afla. Við færibandið eru slóglúgur og undir þeim slógband, sem liggur samsíða undir aðgerðarbandi. Sá afli sem rennur eftir aðgerðarbandinu fellur af enda þess niður á framangreint slógband sem endar í rennu sem liggur að áðurnefndu lensporti stjórborðsmegin, nema skipverjar fjarlægi aflann af bandinu,“ segir um rannsóknina.

Þetta telur Fiskistofa sýna fram á að aflinn sem sést renna út í sjó um lensportið gera það vegna „refsinæms beins athafnaleysis áhafnar skipsins“.

mbl.is