Þúsundir reyna að flýja landið

Talíbanar í Afganistan | 11. október 2021

Þúsundir reyna að flýja landið

Þúsundir Afgana hafa reynt að flýja hörmungarnar í heimalandinu að undanförnu. Þeir hafa flykkst að landamærum landsins og Pakistans en flestallar tilraunir til þess að komast yfir landamærin hafa verið stöðvaðar af talíbönum.

Þúsundir reyna að flýja landið

Talíbanar í Afganistan | 11. október 2021

AFP

Þúsundir Afgana hafa reynt að flýja hörmungarnar í heimalandinu að undanförnu. Þeir hafa flykkst að landamærum landsins og Pakistans en flestallar tilraunir til þess að komast yfir landamærin hafa verið stöðvaðar af talíbönum.

Þúsundir Afgana hafa reynt að flýja hörmungarnar í heimalandinu að undanförnu. Þeir hafa flykkst að landamærum landsins og Pakistans en flestallar tilraunir til þess að komast yfir landamærin hafa verið stöðvaðar af talíbönum.

Fjöldi Afgana hefur einnig reynt að flýja til Írans. Síðan talíbanar komust til valda hefur flóttafólki fjölgað gríðarlega en fáir ná að komast yfir landamærin.

Talið er að fjöldi fólks sem reynir að flýja landið hafi tvöfaldast á stuttri valdatíð talíbananna. Fjölgunina má rekja til bágrar stöðu efnahags landsins og mannúðarkrísu sem þar er komin upp.

Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að þriðjungur íbúa landsins eigi hungursneyð á hættu. Dæmi eru um ofbeldi við landamærin.

mbl.is