Fyrsta ávarp æðsta leiðtoga talíbana

Talíbanar í Afganistan | 31. október 2021

Fyrsta ávarp æðsta leiðtoga talíbana

Æðsti leiðtogi talíbana, Haibatullah Akhundzada, ávarpaði stuðningsmenn sína í borginni Kandahar, í suðurhluta Afganistans, í gær og er þetta í fyrsta sinn sem hann kemur fram opinberlega síðan hann tók við stjórn samtakanna árið 2016.

Fyrsta ávarp æðsta leiðtoga talíbana

Talíbanar í Afganistan | 31. október 2021

Haibatullah Akhundzada.
Haibatullah Akhundzada. AFP

Æðsti leiðtogi talíbana, Haibatullah Akhundzada, ávarpaði stuðningsmenn sína í borginni Kandahar, í suðurhluta Afganistans, í gær og er þetta í fyrsta sinn sem hann kemur fram opinberlega síðan hann tók við stjórn samtakanna árið 2016.

Æðsti leiðtogi talíbana, Haibatullah Akhundzada, ávarpaði stuðningsmenn sína í borginni Kandahar, í suðurhluta Afganistans, í gær og er þetta í fyrsta sinn sem hann kemur fram opinberlega síðan hann tók við stjórn samtakanna árið 2016.

Akhundzada hefur verið andlegur leiðtogi talíbana síðustu fimm árin en hefur haldið sig til hlés, jafnvel eftir að talíbanar hrifsuðu til sín völdin í Afganistan fyrr á árinu.

Vegna þess hve mikið hann hefur forðast sviðsljósið hafa vangaveltur verið uppi um hlutverk hans innan nýrrar ríkisstjórnar talíbana, sem var mynduð um miðjan ágúst. Jafnvel var uppi orðrómur um að hann væri látinn.

Tíu mínútna upptaka

Í ræðu sinni á laugardaginn ávarpaði hann „hugrakka hermenn og fylgismenn“ sína, samkvæmt upptöku á samfélagsmiðlum sem talíbanar dreifðu.

„Megi guð verðlauna undirokaða íbúa Afganistan sem börðust gegn heiðingjum og undirokun í 20 ár,“ sagði Akhundzada í upptökunni. „Ætlun mín hérna er að biðja fyrir okkur að þið biðjið fyrir mér.“

Í tíu mínútna upptökunni hrósaði hann píslarvottum talíbana, særðum vígamönnum og góðu gengi embættismannanna sem tóku þátt í „stóru prófrauninni“ um endurbyggingu þess sem þeir kalla Furstadæmi íslams í Afganistan.

„Við skulum biðja fyrir því að okkur farnist vel í þessari miklu prófraun. Megi Allah styrkja okkur,“ sagði hann.

Mikil öryggisgæsla var á staðnum og hvorki ljósmyndir né myndbandsupptökur hafa borist þaðan.

mbl.is