Segir ferilinn geta verið búinn

Alec Baldwin | 3. desember 2021

Segir ferilinn geta verið búinn

„Einhver setti byssukúlu í byssu, byssukúlu sem átti ekki einu sinni að vera á settinu. Einhver ber ábyrgð á því sem gerðist, ég veit ekki hvað það er, en ég veit að það er ekki ég,“ sagði leikarinn Alec Baldwin í viðtali við George Stephanopoulos hjá ABC News í gær. 

Segir ferilinn geta verið búinn

Alec Baldwin | 3. desember 2021

Alec Baldwin.
Alec Baldwin. AFP

„Einhver setti byssukúlu í byssu, byssukúlu sem átti ekki einu sinni að vera á settinu. Einhver ber ábyrgð á því sem gerðist, ég veit ekki hvað það er, en ég veit að það er ekki ég,“ sagði leikarinn Alec Baldwin í viðtali við George Stephanopoulos hjá ABC News í gær. 

„Einhver setti byssukúlu í byssu, byssukúlu sem átti ekki einu sinni að vera á settinu. Einhver ber ábyrgð á því sem gerðist, ég veit ekki hvað það er, en ég veit að það er ekki ég,“ sagði leikarinn Alec Baldwin í viðtali við George Stephanopoulos hjá ABC News í gær. 

Baldwin vísar þar til voðaskotsins sem varð við tökur á kvikmyndinni Rust hinn 21. október síðastliðinn. Tökumaðurinn Halyna Hutchins varð fyrir skotinu og lést skömmu síðar. Skotið hljóp úr byssu sem Baldwin hélt á og beindi að tökuvélinni, en hann segist ekki hafa tekið í gikkinn.

Spurður hvort hann telji ferli sínum sem leikara vera búinn segir Baldwin að svo geti vel verið. 

Viðtal Stephanopoulos var sýnt á sjónvarpsstöðinni ABC News í gær. „Ég veit ekki hvað gerðist á tökustaðnum. Ég veit ekki hvernig þessi byssukúla komst í byssuna. Ég veit það ekki. En ég er tilbúinn að gera hvað sem er til þess að koma okkur á stað þar sem ólíklegt er að svona gerist aftur,“ sagði Baldwin. 

Hann lýsti því hvernig Hutchins hafði verið að leiðbeina honum um hvernig hann ætti að halda á byssunni og hvernig hann átti að beita henni. „Ég held byssunni eins og hún hafði sagt mér að halda henni, sem var þannig að hún vísaði eiginlega beint fyrir neðan handakrikann hennar,“ sagði Hutchins. 

mbl.is