Hljóta verðlaun fyrir handrit Verbúðarinnar

Verbúðin | 2. febrúar 2022

Hljóta verðlaun fyrir handrit Verbúðarinnar

Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason, handritshöfundar Verbúðarinnar, hljóta verðlaun Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins fyrir handritið að þáttaröðinni.

Hljóta verðlaun fyrir handrit Verbúðarinnar

Verbúðin | 2. febrúar 2022

Frá tökum þáttanna. Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn veitir verðlaunin.
Frá tökum þáttanna. Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn veitir verðlaunin. Ljósmynd/Aðsend

Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason, handritshöfundar Verbúðarinnar, hljóta verðlaun Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins fyrir handritið að þáttaröðinni.

Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason, handritshöfundar Verbúðarinnar, hljóta verðlaun Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins fyrir handritið að þáttaröðinni.

Þetta er í sjötta sinn sem sjóðurinn veitir verðlaun fyrir handrit að sjónvarpsþáttaröð, en þau voru afhent á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í dag.

Að verðlaunum fá handritshöfundarnir 200.000 norskar krónur, eða tæpar þrjár milljónir íslenskra króna.

Fyndnir og óútreiknanlegir

Í umsögn dómnefnarinnar segir að þættirnir séu dramatískir, fyndnir og óútreiknanlegir, án þess þó að þeir missi sína upprunalegu rödd.

„Verðlaunahafinn er tilfinningaþrungin þáttaröð með aðalpersónu sem er á undan sinni samtíð. Hún neitar að fara eftir reglunum, rétt eins og þessi þáttaröð er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir.“

mbl.is