Hefði farið inn alla aðra daga

EM 2022 | 19. júlí 2022

Hefði farið inn á öllum öðrum dögum

„Ég er ógeðslega svekkt,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við mbl.is eftir 1:1-jafntefli liðsins gegn Frakklandi í lokaleik sínum í D-riðli Evrópumótsins á New York-vellinum í Rotherham í gær.

Hefði farið inn á öllum öðrum dögum

EM 2022 | 19. júlí 2022

Berglind Björg Þorvaldsdóttir átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum …
Berglind Björg Þorvaldsdóttir átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum í leikslok. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er ógeðslega svekkt,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við mbl.is eftir 1:1-jafntefli liðsins gegn Frakklandi í lokaleik sínum í D-riðli Evrópumótsins á New York-vellinum í Rotherham í gær.

„Ég er ógeðslega svekkt,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við mbl.is eftir 1:1-jafntefli liðsins gegn Frakklandi í lokaleik sínum í D-riðli Evrópumótsins á New York-vellinum í Rotherham í gær.

„Við vorum ógeðslega flottar í þessum leik og áttum klárlega meira skilið út úr þessum leik. Heilt yfir þá spiluðum við mjög vel á þessu móti og vorum að gera mjög vel, bæði sóknar- og varnarlega. Það er margt jákvætt sem við getum tekið með okkur inn í næsta mót,“ sagði Berglind.

Berglind Björg byrjaði alla leiki Íslands á mótinu en þetta var hennar annað stórmót.

„Ég finn vel fyrir löppunum á mér enda var mikið hlaupið í þessum leik. Það var ótrúlega gaman að glíma við Wendie Renard, besta miðvörð í heimi. Ég er alveg sannfærð um það að alla aðra daga hefði þetta skot frá mér farið í markið en þessu var ekki ætlað að gerast. Við spiluðum vel á mótinu og getum borið höfuðið hátt,“ bætti Berglind við í samtali við mbl.is.

mbl.is