Íslenska liðið fékk 100 milljónir fyrir EM

EM 2022 | 19. júlí 2022

Íslenska liðið fékk 100 milljónir fyrir EM

Verðlaunaféð á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu hefur tvöfaldast frá því á EM í Hollandi 2017. Íslenska liðið fékk samtals 750.000 evrur eða um 104 milljónir.

Íslenska liðið fékk 100 milljónir fyrir EM

EM 2022 | 19. júlí 2022

Dagný Brynjarsdóttir skoraði jöfnunarmark Íslands á loka mínútu leiksins í …
Dagný Brynjarsdóttir skoraði jöfnunarmark Íslands á loka mínútu leiksins í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verðlaunaféð á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu hefur tvöfaldast frá því á EM í Hollandi 2017. Íslenska liðið fékk samtals 750.000 evrur eða um 104 milljónir.

Verðlaunaféð á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu hefur tvöfaldast frá því á EM í Hollandi 2017. Íslenska liðið fékk samtals 750.000 evrur eða um 104 milljónir.

Fyrir það að komast í úrslitakeppni á EM fékk íslenska landsliðið 600.000 evrur sem er rúmlega um 83 milljónir.

Fyrir sigur fá lið 100.000 evrur sem er um 14 milljónir og fyrir jafntefli fá lið 50.000. Ísland gerði þrjú jafntefli á mótinu.

Fyrst var það 1:1 gegn Belgíu, síðan 1:1 gegn Ítalíu og að lokum 1:1 gegn Frökkum í gær. Ísland fékk því samtal 150.000 fyrir sitt framlag í keppninni en það samsvarar um 21 milljón.

Ef Ísland hefði unnið leikinn hefði það skilað þeim inn í 8-liða úrslit og fyrir það hefðu þær fengið 205.000 evrur sem er rúmlega um 28 milljónir.

Frakkland og Belgía eru þau lið sem komu sér upp úr D-riðli sem Ísland var í. Frakkland vann tvo leiki og gerði eitt jafntefli svo þær fá 250.000 evrur fyrir riðilinn. Ofan á það bætist að þær komust upp úr riðlinum svo hingað til hefur Frakkland safnað sér 455.000 evrur sem er um 63 milljónir.

Belgía gerði eitt jafntefli, eitt tap sem þær fá ekkert fyrir og unnu einn leik svo þær fengu það sama og Ísland fyrir riðilinn eða um 21 milljón. Ofan á það bætist að komast upp úr riðlinum en samtals eru þær komnar með 355.000 evrur sem samsvarar um 49 milljónir. 

mbl.is