Mér þykir þetta leitt mamma og pabbi

EM 2022 | 21. júlí 2022

Mér þykir þetta leitt mamma og pabbi

„Ég trúði ekki í eina sekúndu að við værum að detta út í kvöld,“ sagði Leah Williamson, fyrirliði enska landsliðsins, eftir 2:1 sigurinn gegn Spáni í fjórðungsúrslitum Evrópumótsins í Brighton í gærkvöldi.

Mér þykir þetta leitt mamma og pabbi

EM 2022 | 21. júlí 2022

Leah Williamson, fyrirliði enska landsliðsins.
Leah Williamson, fyrirliði enska landsliðsins. AFP

„Ég trúði ekki í eina sekúndu að við værum að detta út í kvöld,“ sagði Leah Williamson, fyrirliði enska landsliðsins, eftir 2:1 sigurinn gegn Spáni í fjórðungsúrslitum Evrópumótsins í Brighton í gærkvöldi.

„Ég trúði ekki í eina sekúndu að við værum að detta út í kvöld,“ sagði Leah Williamson, fyrirliði enska landsliðsins, eftir 2:1 sigurinn gegn Spáni í fjórðungsúrslitum Evrópumótsins í Brighton í gærkvöldi.

„Við virðum spænska landsliðið afskaplega mikið. Ég sagði það fyrir leik að þær eru bestar í heimi í því sem þær gera, hvernig þær hreyfa boltann en við þekkjum okkar styrkleika. Við vissum hvernig við áttum að sækja á þær og vörðumst vel. Ég er mjög stolt af stelpunum.“

Enska landsliðið lenti 0:1 undir á 54. mínútu en jafnaði undir lokin og skoraði svo sigurmark í framlengingunni.

„Markið hjá þeim var eitt af þessum tilvikum þar sem við misstum einbeitinguna. En við snerum því við og þess vegna er ég stolt af liðinu, maður vill vinna sannfærandi en það sem við sýndum er að við getum yfirkomið hindrandir sem við höfðum ekki áður fengið á mótinu. 

Við trúum á okkur sjálfar, við missum okkur þó ekki í gleðinni. Við hugsum bara um næsta leik en ég trúði ekki í eina sekúndu að við myndum detta út í kvöld.“ 

Vegna framlengingarinnar lauk leiknum þegar klukkuna vantaði örfáar mínútur í ellefu á breskum tíma. Það var leikið á miðvikudegi og því vinna hjá flestum Englendingum daginn eftir.

Fyrirliðinn var spurður að því á léttum nótum hvað hún vildi segja við móður sína eftir leikinn. 

„Mér þykir þetta leitt að lengja dvölina ykkar á vellinum mamma og pabbi með framlengingunni þar sem þið eruð að vinna á morgun. Ég bið í raun og veru alla þjóðina afsökunar en vonandi eruð þið öll eins kát og ég,“ sagði Williamson, létt á því, að lokum í samtali við BBC eftir leikinn í gær. 

mbl.is