Píndi ofan í sig kaldan fisk og kartöflur

Dagmál | 10. september 2022

Píndi ofan í sig kaldan fisk og kartöflur

„Það var rosalega skemmtilegt,“ sagði atvinnukylfingurinn fyrrverandi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Píndi ofan í sig kaldan fisk og kartöflur

Dagmál | 10. september 2022

„Það var rosalega skemmtilegt,“ sagði atvinnukylfingurinn fyrrverandi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Það var rosalega skemmtilegt,“ sagði atvinnukylfingurinn fyrrverandi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Ólafía Þórunn, sem er 29 ára gömul, varð Íslandsmeistari í bæði höggleik og holukeppni í fyrsta sinn árið 2011.

Alls hefur hún þrívegis orðið Íslandsmeistari í höggleik og þrívegis í holukeppni en hún lagði keppnisgolfið á hilluna á dögunum.

„Ég var smá hjátrúarfull þarna og ég borðaði fisk alla keppnisdagana,“ sagði Ólafía Þórunn.

„Þetta var kaldur fiskur með kartöflum og ég píndi þetta bara ofan í mig því þetta var gott fyrir mig,“ bætti Ólafía Þórunn við í léttum tón.

Viðtalið við Ólafíu Þórunni í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is