Vill vera til staðar fyrir skjólstæðinga sína

Dagmál | 26. apríl 2024

Vill vera til staðar fyrir skjólstæðinga sína

„Ég er að byrja í umboðsmennsku og er mikið að pæla í því,“ sagði fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson í Dagmálum.

Vill vera til staðar fyrir skjólstæðinga sína

Dagmál | 26. apríl 2024

„Ég er að byrja í umboðsmennsku og er mikið að pæla í því,“ sagði fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson í Dagmálum.

„Ég er að byrja í umboðsmennsku og er mikið að pæla í því,“ sagði fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson í Dagmálum.

Emil, sem er 39 ára gamall, lagði skóna á hilluna síðasta sumar eftir afar farsælan atvinnumannaferil en er búsettur á Ítalíu í dag og stefnir á umboðsmennsku í framtíðinni. 

Þarf að vera til staðar

Emil býr yfir mikilli reynslu eftir að hafa leikið sem atvinnumaður í 18 ár en hann á einnig 73 A-landsleiki að baki fyrir Ísland.

„Mig langar að gera þetta á minn hátt,“ sagði Emil.

„Að mínu mati þarf umboðsmaðurinn að vera til staðar og ég vil vera með fá leikmenn sem ég get sinnt  vel. Mig langar að gera þetta meira persónulegra og þessi ferill er ekki einfaldur. Ég fann það þegar ég byrjaði að spila á Ítalíu hversu gott það er að vera með einhvern með sér í þessu.

Einhver sem gefur þér ráð og er mættur um leið og þú meiðist. Ef það er eitthvað að geta tekið símtalið og ég vil vera til staðar fyrir aðra leikmenn,“ sagði Emil meðal annars.

Viðtalið við Emil í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is