„Þetta er allt í góðu en ég er bara ekki Lexi“

Dagmál | 11. september 2022

„Þetta er allt í góðu en ég er bara ekki Lexi“

„Við erum svipaðar á hæð en mér finnst við persónulega ekkert svo líkar ,“ sagði atvinnukylfingurinn fyrrverandi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Þetta er allt í góðu en ég er bara ekki Lexi“

Dagmál | 11. september 2022

„Við erum svipaðar á hæð en mér finnst við persónulega ekkert svo líkar ,“ sagði atvinnukylfingurinn fyrrverandi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Við erum svipaðar á hæð en mér finnst við persónulega ekkert svo líkar ,“ sagði atvinnukylfingurinn fyrrverandi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Ólafía Þórunn, sem er 29 ára gömul, öðlaðist fullan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi, árið 2017.

Á mótaröðinni keppti Bandaríkjakonan Lexi Thompson einnig en hún var einn vinsælasti kvenkylfingurinn vestanhafs á þessum tíma.

„Ég hef lent í því að gefa eiginhandaráritanir og fólk hefur svo sagt við mig; takk Lexi,“ sagði Ólafía Þórunn.

„Fólk hefur beðið um myndir af sér með mér því það heldur að ég sé Lexi. Ég hef kannski orðið vandræðaleg og sagt nei.

Þá fékk ég svar um að þetta myndi ekki taka langan tíma. Ég svaraði; þetta er allt í góðu en ég er bara ekki Lexi,“ bætti Ólafía Þórunn við í léttum tón.

Viðtalið við Ólafíu Þórunni í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is