„Hvernig veit ég hvenær maður á að kyssa?“

Dagmál | 14. september 2022

„Hvernig veit ég hvenær maður á að kyssa?“

Börn og unglingar eiga rétt á því að fullorðna fólkið haldi ekki frá þeim upplýsingum þegar kemur að kynfræðslu, að sögn Sigríðar Daggar Arnardóttur kynfræðings, sem er betur þekkt sem Sigga Dögg.

„Hvernig veit ég hvenær maður á að kyssa?“

Dagmál | 14. september 2022

Börn og unglingar eiga rétt á því að fullorðna fólkið haldi ekki frá þeim upplýsingum þegar kemur að kynfræðslu, að sögn Sigríðar Daggar Arnardóttur kynfræðings, sem er betur þekkt sem Sigga Dögg.

Börn og unglingar eiga rétt á því að fullorðna fólkið haldi ekki frá þeim upplýsingum þegar kemur að kynfræðslu, að sögn Sigríðar Daggar Arnardóttur kynfræðings, sem er betur þekkt sem Sigga Dögg.

„Þau verða að geta spurt að öllu. Við verðum að geta rætt allt. Þau eiga bara rétt á því, það eru þeirra réttindi að við fullorðna fólkið höldum ekki frá þeim upplýsingum,“ segir Sigga Dögg sem var gestur Dagmála. 

„En það skiptir máli hvernig við matreiðum þær, það skiptir máli hvernig við svörum. Auðvitað skiptir það máli.“

„Og hvað ef viðkomandi segir nei?“

Sigga Dögg segir unglingana þó ekkert endilega hafa áhuga á að ræða um það sem birtist þeim í klámi. 

„Þau eru nokkuð búin að ná því inn í sinn haus að [klámið] endurspegli ekki þeirra raunveruleika og er ekki til að læra af. Þau vilja tala um sig, sinn líkama, sín dæmi, sín nærtækustu dæmi, sín samskipti – sem eru í raunheimum.

Síminn kemur að mjög litlu leyti þar inn. Þau vilja bara vita: Hvernig veit ég hvenær maður á að kyssa og hvað á maður að segja ef maður vill kyssa viðkomandi og hvað ef viðkomandi segir nei?“

mbl.is