Mögulegt að þingi ASÍ verði frestað

Mögulegt að þingi ASÍ verði frestað

Mögulegt er að þingi Alþýðusambands Íslands verði frestað um sex mánuði en samkvæmt heimildum mbl.is átti að bera fram tillögu þess efnis í dag.

Mögulegt að þingi ASÍ verði frestað

Átök innan verkalýðshreyfingarinnar | 12. október 2022

Þing ASÍ hófst klukkan tíu í morgun.
Þing ASÍ hófst klukkan tíu í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mögulegt er að þingi Alþýðusambands Íslands verði frestað um sex mánuði en samkvæmt heimildum mbl.is átti að bera fram tillögu þess efnis í dag.

Mögulegt er að þingi Alþýðusambands Íslands verði frestað um sex mánuði en samkvæmt heimildum mbl.is átti að bera fram tillögu þess efnis í dag.

Þingið, sem hefur verið í uppnámi eftir uppákomu gærdagsins, hófst klukkan tíu en samkvæmt dagskrá á stjórnarkjör að fara fram eftir hádegi. Ekki er þó víst að af því verði.

Í gær greindu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, frá því að þau væru búin að draga framboð sín í miðstjórn ASÍ til baka.

Formenn VR og Eflingar gengu af þinginu í gær ásamt flestum þingfulltrúum félaganna. Nokkrir þingfulltrúar virðast þó viðstaddir í dag.

mbl.is