Heimagerð síld Hrefnu Laufeyjar

Jólagóðgæti | 6. desember 2022

Heimagerð síld Hrefnu Laufeyjar

„Hrefna Laufey á Gistiheimilinu Ásum, rétt fyrir innan Akureyri, er höfðingi heim að sækja. Um það vitna fögur ummæli gesta hennar og fólk sem hefur notið gestrisni hennar og þeirra hjóna því Árni hennar maður er liðtækur í mörgu. Þau hjónin skora hátt hjá ferðafólki og raða inn tíum á bókunarsíðum,“ segir Albert Eiríksson en hann var mættur til að taka út heimagerða síld hjá Hrefnu sem hann deilir hér með lesendum mbl.is.

Heimagerð síld Hrefnu Laufeyjar

Jólagóðgæti | 6. desember 2022

Ljósmynd/Albert Eiríksson

„Hrefna Laufey á Gistiheimilinu Ásum, rétt fyrir innan Akureyri, er höfðingi heim að sækja. Um það vitna fögur ummæli gesta hennar og fólk sem hefur notið gestrisni hennar og þeirra hjóna því Árni hennar maður er liðtækur í mörgu. Þau hjónin skora hátt hjá ferðafólki og raða inn tíum á bókunarsíðum,“ segir Albert Eiríksson en hann var mættur til að taka út heimagerða síld hjá Hrefnu sem hann deilir hér með lesendum mbl.is.

„Hrefna Laufey á Gistiheimilinu Ásum, rétt fyrir innan Akureyri, er höfðingi heim að sækja. Um það vitna fögur ummæli gesta hennar og fólk sem hefur notið gestrisni hennar og þeirra hjóna því Árni hennar maður er liðtækur í mörgu. Þau hjónin skora hátt hjá ferðafólki og raða inn tíum á bókunarsíðum,“ segir Albert Eiríksson en hann var mættur til að taka út heimagerða síld hjá Hrefnu sem hann deilir hér með lesendum mbl.is.

Tómatsíld

  • 6 síldarflök
  • 2 dl tómatpuré
  • 2 dl olía
  • 75 g skalottulaukur
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 dl. sérrí
  • ferskt timian
  • salt
  • pipar

Öllu blandað saman og síldin látin liggja í nokkra daga áður en borið er fram.

Sinnepssíld

  • 6 síldarflök
  • 1,5 dl Dijon-sinnep
  • 1 dl olía
  • 1 dl dökkur púðursykur
  • ½ msk. sinnepskorn
  • ½ dl. hvítvín
  • Svolítið ferskt dill

Öllu blandað saman og síldin látin liggja í nokkra daga áður en borið er fram.

Albert Eiríksson er mikill meistari.
Albert Eiríksson er mikill meistari. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is