„Þetta mál hafði mikil áhrif á líf mitt“

Dagmál | 27. febrúar 2023

„Þetta mál hafði mikil áhrif á líf mitt“

Í tólf ár mátti Bjarni Ákason, eigandi og framkvæmdastjóri Bako Ísberg og áður Eplis, sæta því að vera sakborningur í skattsvikamáli.

„Þetta mál hafði mikil áhrif á líf mitt“

Dagmál | 27. febrúar 2023

Í tólf ár mátti Bjarni Ákason, eigandi og framkvæmdastjóri Bako Ísberg og áður Eplis, sæta því að vera sakborningur í skattsvikamáli.

Í tólf ár mátti Bjarni Ákason, eigandi og framkvæmdastjóri Bako Ísberg og áður Eplis, sæta því að vera sakborningur í skattsvikamáli.

Hann segir að allan tímann hafi öllum mátt vera ljóst að ekki var um skattsvik að ræða. Upphaf málsins má rekja aftur til ársins 2010 þar sem hann sendi inn beiðni til ríkisskattstjóra um leiðréttingu á framtali vegna mistaka sem endurskoðunarskrifstofa hafði gert.

Það var ekki fyrr en tólf árum síðar að málið var fellt niður. Hann telur málatilbúnaðinn allan hafa verið ósanngjarnan og að það hafi hreinlega átt að „negla hann“.

Krafinn um hundruð milljóna

Skattamálið hafði mikil áhrif á líf hans og olli honum mikilli vanlíðan. „Ég átti svefnlausar nætur og óttaðist að fjölskyldan yrði heimilislaus,“ segir Bjarni þegar hann rifjar upp málareksturinn gegn sér.

Leiðréttingin sem hann bað um leiddi á endanum til þess að skatturinn krafði hann um ríflega hundrað milljónir króna og ákæruvaldið krafðist þrjú hundruð milljóna króna af honum og jafnframt að hann sætti fimm ára fangelsisvist. Það var ekki fyrr en að málið hafði þvælst milli héraðsdóms og Landsréttar að það rataði inn á borð ríkissaksóknara sem felldi málið endalega niður á síðasta ári.

Bjarni Ákason er gestur Dagmála í dag og segir hann sögu sína og fer yfir þessa tólf ára þrautagöngu. Hann telur sig hafa verið beittan órétti og þætti eðlilegt að þessar opinberu stofnanir allar bæðu sig afsökunar. Í myndbrotinu sem fylgir með fréttinni fer hann yfir hvernig málið þvældist milli dómstiga. Yfirskattanefnd hafði áður úrskurðað honum í hag.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins.

mbl.is